Krónan flýtur í svikalogni Sæunn Gísladóttir skrifar 23. maí 2017 06:00 Krónan hefur styrkst nokkuð rösklega það sem af er ári. vísir/valli „Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar. Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Ef þú ert staddur í miðju góðæri og ert með þrjár af stærstu greinunum, sjávarútveg, ferðaþjónustu og iðnað, í mjög erfiðu árferði, hver er þá undirstaða góðærisins? Ég hef talað um svikalogn í þessu samhengi,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Krónan hefur verið að styrkjast allverulega undanfarna mánuði og hélt styrkingin áfram í gær gagnvart helstu gjaldmiðlum heimshagkerfisins. Halldór Benjamín segir Samtök atvinnulífsins hafa haft áhyggjur af ástandinu í langan tíma.Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Fréttablaðið/GVA„Krónan er búin að styrkjast alveg gríðarlega á undanförnu misseri. Ef þú horfir á þrjár stóru stoðir atvinnulífsins þá hefur þetta bein áhrif á sjávarútveginn, þetta mun hafa áhrif á ferðaþjónustuna ef þetta er ekki þegar byrjað að hafa áhrif þar. Svo stendur eftir íslenskur iðnaður sem er orðinn ósamkeppnisfær,“ segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins telja að stýrivextir þurfi að lækka hraðar. „Það yrði hvati til dæmis fyrir innlenda fjárfesta að fara utan með krónur, það myndi vera mótvægi við það innflæði sem á sér stað núna.“ Halldór Benjamín segir 0,25 prósenta lækkun, eins og Seðlabankinn tilkynnti um á síðasta vaxtaákvörðunarfundi, hafa nánast engin áhrif. Við séum með hæstu raunvexti allra okkar viðmiðunarlanda. „En ef þetta er fyrsta skrefið í vaxtalækkunarferli þá hefur það áhrif á væntingar á markaði og sálfræðileg áhrif.“ Hann telur að það liggi hjá Seðlabankanum að taka á neikvæðum áhrifum ef gengið verður of sterkt. Hann bendir þó á að ef fjármálaráðuneytið hefði lagt fram aðhaldssamari fjármálaáætlun til fimm ára þar sem skilað væri auknum afgangi hefði það að sjálfsögðu skilað rými til aukinnar vaxtalækkunar upp í hendurnar á Seðlabankanum. „Það er mikið af kjarasamningum lausum eða að losna, það er augljóst í mínum huga að það þarf að styðja við Seðlabankann við gerð kjarasamninga. Armar hagstjórnar þurfa að vinna saman,“ segir Halldór Benjamín. Í mars var þriggja manna verkefnisstjórn skipuð í tengslum við endurmat peningastefnunefndar. Nefndin, sem Ásgeir Jónsson hagfræðingur er í forsvari fyrir, á að skila niðurstöðum í árslok. Nefndin á meðal annars að finna þann ramma peninga- og gjaldmiðilsstefnu sem til lengri tíma litið er heppilegastur til að styðja við stöðugleika í hagkerfinu og þannig draga úr miklum sveiflum. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður nefndinni ekki gert að skila af sér fyrr þrátt fyrir áhyggjur aðila vinnumarkaðarins af genginu. Nefndin sé hvort sem er að vinna í miklum flýti og þurfi að eiga víðtækt samráð, einnig á enn eftir að finna erlenda ráðgjafa henni til aðstoðar.
Efnahagsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53 Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30 Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Krónan ekki verið sterkari síðan í júlí 2008 Íslenska gengisvísitalan fór niður fyrir 153 stig í morgun og hefur ekki farið lægra síðan í júlí 2008. 12. maí 2017 10:53
Búa sig undir frekari styrkingu krónunnar Ákvörðun Seðlabankans um að hætta reglulegum gjaldeyriskaupum mun líklega leiða til styrkingar krónunnar. Þetta getur ógnað enn frekar samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja. Framkvæmdastjóri SI óttast landflótta fyrirtækja. 22. maí 2017 06:30
Krónan farin að hrekkja trillukarlinn mjög mikið Fólk í sjávarútvegi finnur nú fyrir versnandi afkomu vegna styrkingar krónunnar. Þetta kom fram í samtölum Stöðvar 2 á Snæfellsnesi. 21. apríl 2017 11:45