Undirbúningur opnunarinnar í þrjú ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða. „Þetta er okkar venjulega verð,“ segir Brett Vigelskas, einn af stjórnendum Costco á Íslandi. Hann var í óðaönn að undirbúa opnunina þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Um það bil þrjú ár eru liðin frá því að Costco fór fyrst að undirbúa opnunina. Þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verslunin yrði opnuð árið 2015 segir Brett að ferlið hafi gengið mjög vel. Stærstu aðilarnir á markaðnum hér heima hafa undirbúið sig undir breytingar á markaðnum. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því að Hagar, stærsta smásöluverslunarfyrirtæki á Íslandi, hafi samið um kaup á Lyfju og Olís. Þegar kaupin verða frágengin má gera ráð fyrir að Hagar verði helmingi stærri en fyrirtækið er núna. Þá var greint frá kaupum Skeljungs á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland, á sunnudag. Vigelskas vill ekki tjá sig um viðbrögð annarra aðila. „Ég ætla ekki að tjá mig um rekstur annarra. Við erum bara að vinna í okkar. Að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.“ Hann vill heldur ekki tjá sig neitt um það hvort og þá hvaða áhrif Costco á Íslandi hefur á markaðinn. „Það er ekki markmið okkar, heldur bara að vinna viðskiptin eins og okkur er lagið,“ segir Vigelskas. Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða. „Þetta er okkar venjulega verð,“ segir Brett Vigelskas, einn af stjórnendum Costco á Íslandi. Hann var í óðaönn að undirbúa opnunina þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Um það bil þrjú ár eru liðin frá því að Costco fór fyrst að undirbúa opnunina. Þótt upphaflega hafi verið gert ráð fyrir að verslunin yrði opnuð árið 2015 segir Brett að ferlið hafi gengið mjög vel. Stærstu aðilarnir á markaðnum hér heima hafa undirbúið sig undir breytingar á markaðnum. Þannig hefur til dæmis verið greint frá því að Hagar, stærsta smásöluverslunarfyrirtæki á Íslandi, hafi samið um kaup á Lyfju og Olís. Þegar kaupin verða frágengin má gera ráð fyrir að Hagar verði helmingi stærri en fyrirtækið er núna. Þá var greint frá kaupum Skeljungs á Basko, sem rekur 10-11 verslanirnar og Iceland, á sunnudag. Vigelskas vill ekki tjá sig um viðbrögð annarra aðila. „Ég ætla ekki að tjá mig um rekstur annarra. Við erum bara að vinna í okkar. Að bjóða upp á gæðavarning á eins lágu verði og hægt er.“ Hann vill heldur ekki tjá sig neitt um það hvort og þá hvaða áhrif Costco á Íslandi hefur á markaðinn. „Það er ekki markmið okkar, heldur bara að vinna viðskiptin eins og okkur er lagið,“ segir Vigelskas.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Sjá meira
Segjast ekki ætla að keppa við Costco Forstjórar N1 og Skeljungs segjast ekki geta keppt við lágt verð Costco. Fyrirtækin séu of ólík. Ein bensínstöð í Garðabæ muni ekki breyta stöðu á íslenskum eldsneytismarkaði. 23. maí 2017 07:00