Að sögn blaðamanns Vísis á svæðinu er svo mikið margmenni í búðinni í dag að ekki er nægilegur fjöldi kerra fyrir alla og hjálpast viðskiptavinir nú að við að taka úr kerrum og setja vörur inn í bíla svo að næsti viðskiptavinur geti fengið kerruna.
Líkt og sjá má á eftirfarandi loftmynd er fjöldi kerra gífurlegur við Costco og augljóst að margt er um manninn.

Það sama virðist því ætla að vera uppi á teningnum í dag og í gær þegar vel á annað hundrað manns mætti fyrir utan vöruhús Costco í Kauptúni, áður en verslunin opnaði. Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson tók mynd í búðinni í gærkvöldi um áttaleytið sem sýndi mikinn mannskap í búðinni.
Verslunin hefur ekki boðið upp á nein opnunartilboð eins og stundum er venjan en líkt og verðkönnun bendir til er mismunandi hvort Costco bjóði betra verð en íslenskir aðilar. Íslenskir neytendur virðast ekki ætla að gæta sín á svokölluðum Costco áhrifum.
