Bónus fylgist grannt með Costco Benedikt Bóas skrifar 26. maí 2017 07:00 Bónus er ódýrara í nokkrum vöruflokkum en Costco. vísir/anton brink „Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. Hann segir að Bónus sé meira að segja ódýrari en Costco í allnokkrum vöruflokkum, til dæmis í bleyjum, dömubindum, batteríum, kjúklingi og nautakjöti, svo nokkur dæmi séu tekin. Verslunin geti þó ekki keppt í verði á vörum sem Costco selji undir innkaupsverði Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefán„Bónus er skilgreint sem markaðsráðandi aðili á íslenska markaðnum af Samkeppniseftirlitinu en í því felst að Bónus er óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði en slík skilgreining á ekki við um Costco sem þó er næststærsti smásali heims. Innflutt gos og vatn sem kostar frá 11 til 55 króna í Costco með flutningi, 16 króna skilagjaldi og 11 prósent virðisauka er klárlega langt undir þeim verðum sem Bónus getur boðið. En fyrir utan þetta erum við stolt af þeim verðum sem við erum að bjóða alla daga í okkar verslunum um land allt.“ Um 65-70 prósent af öllum vörum sem Bónus selur eru keypt af innlendum heildsölum og framleiðendum sem greiði hér skatta og skyldur. Sjálfur hefur Guðmundur ekki farið í Costco í Garðabænum en fylgist þó vel með úr fjarska. „Costco-áhrifin eru úti um allt og innkoma þeirra hefur hrist hressilega upp í markaðnum og er góð fyrir neytendur.“ Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira
„Við erum stolt af því að verðin hjá okkur eru í mörgum tilfellum sambærileg og hjá næststærsta smásala heims,“ segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, um hvort opnun Costco hafi haft einhver áhrif á Bónus það sem af er vikunni. Hann segir að Bónus sé meira að segja ódýrari en Costco í allnokkrum vöruflokkum, til dæmis í bleyjum, dömubindum, batteríum, kjúklingi og nautakjöti, svo nokkur dæmi séu tekin. Verslunin geti þó ekki keppt í verði á vörum sem Costco selji undir innkaupsverði Bónuss.Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri Bónus.vísir/stefán„Bónus er skilgreint sem markaðsráðandi aðili á íslenska markaðnum af Samkeppniseftirlitinu en í því felst að Bónus er óheimilt að selja vörur undir kostnaðarverði en slík skilgreining á ekki við um Costco sem þó er næststærsti smásali heims. Innflutt gos og vatn sem kostar frá 11 til 55 króna í Costco með flutningi, 16 króna skilagjaldi og 11 prósent virðisauka er klárlega langt undir þeim verðum sem Bónus getur boðið. En fyrir utan þetta erum við stolt af þeim verðum sem við erum að bjóða alla daga í okkar verslunum um land allt.“ Um 65-70 prósent af öllum vörum sem Bónus selur eru keypt af innlendum heildsölum og framleiðendum sem greiði hér skatta og skyldur. Sjálfur hefur Guðmundur ekki farið í Costco í Garðabænum en fylgist þó vel með úr fjarska. „Costco-áhrifin eru úti um allt og innkoma þeirra hefur hrist hressilega upp í markaðnum og er góð fyrir neytendur.“
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Viðskipti innlent Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir Viðskipti innlent Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Viðskipti innlent Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Viðskipti innlent KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Viðskipti innlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Sjá meira