Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Víkingur Ó. 2-1 | Sigur í fyrsta leik Milosar Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2017 20:30 Oliver Sigurjónsson og Andri Rafn Yeoman. Vísir/Stefán Breiðablik vann góðan sigur á Víkingi Ó., 2-1, í 5. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Arnþór Ari Atlason skoraði fínt mark fyrir Blika eftir rúmlega tíu mínútna leik og það var síðan Hrvoje Tokic sem tvöfaldaði forystu Blika nokkrúm mínútum síðar og skoraði hann gegn sínum gömlu félögum. Kwame Quee minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok og voru ekki skoruð fleiri mörk í leiknum. Blikar komnir með sex stig í deildinni en Víkingar á botninum með þrjú.Af hverju vann Breiðablik? Frábær fyrri hálfleikur hjá Blikum var það sem skilaði þeim þremur stigum á Kópavogsvelli. Maður sá greinilega að það var nýr stjóri hjá Blikum þar sem leikmenn liðsins voru að leggja sig gríðarlega vel fram í upphafi leiksins. Mörkin tvö komu á fimm mínútna kafla og þeir grænu litu vel út. Víkingar náðu heldur ekki að skapa sér mörg færi í leiknum og því var sigur Blika kannski ekkert í mikilli hættu.Hverjir stóðu upp úr? Damir Muminovic stýrði varnarleik Blika eins og herforingi og átti fínan leik. Andri Rafn Yeoman var flottur inni á miðjunni, en hann var leika sinn 251. leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Gísli Eyjólfsson átti einnig mjög fínan leik fyrir Blika og barðist eins og ljón allan leikinn.Hvað gekk illa? Blikar náðu að skapa sér fín færi oft á tíðum en nýtingin var ekki nægilega góð. Þeir verða gera mun betur þar og setja boltann í netið þegar menn eru einir á móti markverði andstæðingana. Víkingar þurfa bara að fara endurskipuleggja sig og byggja upp alvöru sóknarleik. Sóknarleikur þeirra er engan veginn nægilega markviss og lítil hætta sem skapast á síðasta þriðjungi.Hvað gerist næst? Víkingar fá KA-menn í heimsókn í næstu umferð og verður liðið helst að vinna þann leik á móti nýliðunum. Það er bara að duga eða drepast fyrir Ólsarana. Blikar mæta Skagamönnum á Skipaskaga og spurning hvort stigasöfnun þeirra haldi áfram.Breiðablik 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Guðmundur Friðriksson 6, Viktor Örn Margeirsson 7, Damir Muminovic 8*, Davíð Kristján Ólafsson7 - Arnþór Ari Atlason 7, Andri Rafn Yeoman 7, Gísli Eyjólfsson 7 - Höskuldur Gunnlaugsson 6, Martin Lund Pedersen 6, Hrvoje Tokic 7.Víkingur Ó - 3-5-2: Cristian Martínez 5, Alexis Egea 4, Mirza Mujcic 5, (60.) Eric Kwakwa 6, Tomasz Luba 5, (68.) Pape Mamadou Faye 3, Nacho Heras 4 - Alonso Sanchez 5, Kwame Quee 7, Gunnlaugur Hlynur Birgisson 6, - Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Alfreð Már Hjaltalín 6. Milos: Get ekki haft menn í byrjunarliðinu sem mæta ekki á réttum tíma„Það er mjög mikilvægt að vinna okkar leiki á heimavelli og hér voru frábærar aðstæður og völlurinn flottur. Aðal markmiðið hjá okkur var að ná í þrjú stig,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Blika, eftir sigurinn en hann var að stýra Breiðablik í sínum fyrsta leik. „Víkingsliðið var mjög gott og ég verð að fá að hrósa þeim fyrir frábæra spilamennsku. Þeir sýndu mikla baráttu og ég hugsa að þeir verði flottir í sumar.“ Milos segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið nokkuð góður hjá Blikum. „Ég er í raun mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, alveg þangað til við fengum á okkur mark. Spennustigið var kannski of hátt fyrstu fimm mínúturnar þar sem menn vildi sýna sig fyrir nýjum þjálfara. Það er mjög algengt en þeir stóðu sig vel.“ Hann segir að leikmenn liðsins eigi vissulega eftir að venjast honum og hann þeim. „Eftir að þeir minnka muninn var leikurinn bara mikil barátta inni á miðjunni og við kannski líklegri til þess að skora.“ Michee Efete, leikmaður Blika, átti að vera í byrjunarliðinu í kvöld en hann mætti og seint á Kópvogsvöll og byrjaði því ekki leikinn. „Ég get bara ekki sett menn í liðið ef þú mætir ekki á ákveðnum tíma þegar það er settur fundur. Kannski var þetta misskilningur, ég tala serbnesku, hann ensku. Línurnar eiga að vera eins fyrir alla. Sumir kvarta yfir því að ég sé agaður en ég veit að maður nær engum árangri nema það sé agi.“ Ejub: Það vantar bara gæði í okkar lið„Stóran hluta af leiknuim erum við að spila mjög vel og mér fannst við betra liðið oft á tíðum,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., eftir tapið. „Það er flott að lenda 2-0 undir og koma til baka og minnka muninn og gefast ekki upp. Við byrjum leikinn mjög vel en svo dettur okkar leikur alveg niður þegar þeir skora þessi mörk.“ Ejub segir að Víkingar hafi allan tímann verið inni í leiknum. „Þegar maður lendir 2-0 undir á móti liði sem er með mjög marga góða leikmenn þá verður þetta erfitt. Ég er stoltur af liðinu að koma til baka og þetta var bara mjög jafn leikur.“ Hann segir að það vanti margt í lið Víkings. „Það vantar bara gæði í okkar leik og menn þurfa bara að fara kynnast hvor öðrum betur. Við þurfum að skoða okkar leik mjög vel og fara að bæta okkur.“ Damir: Nú er tempó á æfingum„Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Við duttum aðeins niður á þeirra tempó í seinni hálfleik en fínn sigur,“ segir Damir Muminovic, leikmaður Blika, eftir sigurinn. „Það var alltaf planið að koma sterkir inn í þennan leik. Við æfðum vel í vikunni og Milos er búinn að koma inn með nýjar áherslur á æfingum, tempó sem var kannski ekki áður.“ Damir segir að Milos vilji að allir leggi sig alveg hundrað prósent fram á öllum æfingum. Damir segist vera mjög ánægður með þá ákvörðun að láta Efete ekki byrja leikinn. „Menn eiga bara að mæta á réttum tíma, þetta er ekki flókið. Þetta er bara kæruleysi hjá honum en við stöndum bara saman og það kemur maður í manns stað.“ Pepsi Max-deild karla
Breiðablik vann góðan sigur á Víkingi Ó., 2-1, í 5. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Arnþór Ari Atlason skoraði fínt mark fyrir Blika eftir rúmlega tíu mínútna leik og það var síðan Hrvoje Tokic sem tvöfaldaði forystu Blika nokkrúm mínútum síðar og skoraði hann gegn sínum gömlu félögum. Kwame Quee minnkaði muninn tíu mínútum fyrir leikslok og voru ekki skoruð fleiri mörk í leiknum. Blikar komnir með sex stig í deildinni en Víkingar á botninum með þrjú.Af hverju vann Breiðablik? Frábær fyrri hálfleikur hjá Blikum var það sem skilaði þeim þremur stigum á Kópavogsvelli. Maður sá greinilega að það var nýr stjóri hjá Blikum þar sem leikmenn liðsins voru að leggja sig gríðarlega vel fram í upphafi leiksins. Mörkin tvö komu á fimm mínútna kafla og þeir grænu litu vel út. Víkingar náðu heldur ekki að skapa sér mörg færi í leiknum og því var sigur Blika kannski ekkert í mikilli hættu.Hverjir stóðu upp úr? Damir Muminovic stýrði varnarleik Blika eins og herforingi og átti fínan leik. Andri Rafn Yeoman var flottur inni á miðjunni, en hann var leika sinn 251. leik fyrir meistaraflokk Breiðabliks. Gísli Eyjólfsson átti einnig mjög fínan leik fyrir Blika og barðist eins og ljón allan leikinn.Hvað gekk illa? Blikar náðu að skapa sér fín færi oft á tíðum en nýtingin var ekki nægilega góð. Þeir verða gera mun betur þar og setja boltann í netið þegar menn eru einir á móti markverði andstæðingana. Víkingar þurfa bara að fara endurskipuleggja sig og byggja upp alvöru sóknarleik. Sóknarleikur þeirra er engan veginn nægilega markviss og lítil hætta sem skapast á síðasta þriðjungi.Hvað gerist næst? Víkingar fá KA-menn í heimsókn í næstu umferð og verður liðið helst að vinna þann leik á móti nýliðunum. Það er bara að duga eða drepast fyrir Ólsarana. Blikar mæta Skagamönnum á Skipaskaga og spurning hvort stigasöfnun þeirra haldi áfram.Breiðablik 4-3-3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Guðmundur Friðriksson 6, Viktor Örn Margeirsson 7, Damir Muminovic 8*, Davíð Kristján Ólafsson7 - Arnþór Ari Atlason 7, Andri Rafn Yeoman 7, Gísli Eyjólfsson 7 - Höskuldur Gunnlaugsson 6, Martin Lund Pedersen 6, Hrvoje Tokic 7.Víkingur Ó - 3-5-2: Cristian Martínez 5, Alexis Egea 4, Mirza Mujcic 5, (60.) Eric Kwakwa 6, Tomasz Luba 5, (68.) Pape Mamadou Faye 3, Nacho Heras 4 - Alonso Sanchez 5, Kwame Quee 7, Gunnlaugur Hlynur Birgisson 6, - Þorsteinn Már Ragnarsson 6, Alfreð Már Hjaltalín 6. Milos: Get ekki haft menn í byrjunarliðinu sem mæta ekki á réttum tíma„Það er mjög mikilvægt að vinna okkar leiki á heimavelli og hér voru frábærar aðstæður og völlurinn flottur. Aðal markmiðið hjá okkur var að ná í þrjú stig,“ segir Milos Milojevic, þjálfari Blika, eftir sigurinn en hann var að stýra Breiðablik í sínum fyrsta leik. „Víkingsliðið var mjög gott og ég verð að fá að hrósa þeim fyrir frábæra spilamennsku. Þeir sýndu mikla baráttu og ég hugsa að þeir verði flottir í sumar.“ Milos segir að fyrri hálfleikurinn hafi verið nokkuð góður hjá Blikum. „Ég er í raun mjög ánægður með fyrri hálfleikinn, alveg þangað til við fengum á okkur mark. Spennustigið var kannski of hátt fyrstu fimm mínúturnar þar sem menn vildi sýna sig fyrir nýjum þjálfara. Það er mjög algengt en þeir stóðu sig vel.“ Hann segir að leikmenn liðsins eigi vissulega eftir að venjast honum og hann þeim. „Eftir að þeir minnka muninn var leikurinn bara mikil barátta inni á miðjunni og við kannski líklegri til þess að skora.“ Michee Efete, leikmaður Blika, átti að vera í byrjunarliðinu í kvöld en hann mætti og seint á Kópvogsvöll og byrjaði því ekki leikinn. „Ég get bara ekki sett menn í liðið ef þú mætir ekki á ákveðnum tíma þegar það er settur fundur. Kannski var þetta misskilningur, ég tala serbnesku, hann ensku. Línurnar eiga að vera eins fyrir alla. Sumir kvarta yfir því að ég sé agaður en ég veit að maður nær engum árangri nema það sé agi.“ Ejub: Það vantar bara gæði í okkar lið„Stóran hluta af leiknuim erum við að spila mjög vel og mér fannst við betra liðið oft á tíðum,“ segir Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó., eftir tapið. „Það er flott að lenda 2-0 undir og koma til baka og minnka muninn og gefast ekki upp. Við byrjum leikinn mjög vel en svo dettur okkar leikur alveg niður þegar þeir skora þessi mörk.“ Ejub segir að Víkingar hafi allan tímann verið inni í leiknum. „Þegar maður lendir 2-0 undir á móti liði sem er með mjög marga góða leikmenn þá verður þetta erfitt. Ég er stoltur af liðinu að koma til baka og þetta var bara mjög jafn leikur.“ Hann segir að það vanti margt í lið Víkings. „Það vantar bara gæði í okkar leik og menn þurfa bara að fara kynnast hvor öðrum betur. Við þurfum að skoða okkar leik mjög vel og fara að bæta okkur.“ Damir: Nú er tempó á æfingum„Ég er mjög ánægður með þennan sigur. Við duttum aðeins niður á þeirra tempó í seinni hálfleik en fínn sigur,“ segir Damir Muminovic, leikmaður Blika, eftir sigurinn. „Það var alltaf planið að koma sterkir inn í þennan leik. Við æfðum vel í vikunni og Milos er búinn að koma inn með nýjar áherslur á æfingum, tempó sem var kannski ekki áður.“ Damir segir að Milos vilji að allir leggi sig alveg hundrað prósent fram á öllum æfingum. Damir segist vera mjög ánægður með þá ákvörðun að láta Efete ekki byrja leikinn. „Menn eiga bara að mæta á réttum tíma, þetta er ekki flókið. Þetta er bara kæruleysi hjá honum en við stöndum bara saman og það kemur maður í manns stað.“