Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn hefur verið mjög óheppnin með meiðsli undanfarin ár en hún lætur þau ekki stoppa sig.
Vonn setur alltaf stefnuna á því að komast sem fyrst aftur í brekkuna og gefur ekkert eftir í endurhæfingunni.
Lindsey Vonn vann gull í bruni á Ólympíuleikunum í Vancouver fyrir sjö árum og hana dreymir nú um að komast aftur á pall á ÓL í Pyeong Chang í Suður-Kóreu á næsta ári.
Vonn náði ekki að verja Ólympíugullið sitt á leikunum í Sotjsí í Rússlandi 2014 þar sem hún sleit krossband á æfingu í aðdraganda leikanna.
Lindsey Vonn er farin að telja niður fram að leikunum í Pyeong Chang eins og sjá má í þessari færslu á fésbókinni en þá voru rúmir 260 dagar í Ólympíuleikanna.
Vonandi tekst þessari snjöllu skíðakonu að keppa í Pyeong Chang í febrúar á næsta ári en hún heldur upp á 33 ára afmælið sitt í október.
Bronsið á HM í St. Moritz á dögunum gaf henni von og ef marka má myndbandið hér fyrir ofan þá ætlar hún sér stóra hluti í byrjun næsta árs.
