Geðsjúkir þurfa að bíða eftir úrræðum inni á spítala í tvö ár Svavar Hávarðsson skrifar 29. maí 2017 09:00 Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala - aðrir bíða utan hans á meðan. vísir/vilhelm Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Alla jafna bíða tíu til fimmtán skjólstæðingar geðsviðs Landspítala eftir hentugu húsnæði, en það eru um eða yfir tíu prósent af öllum legurýmum sviðsins. Húsnæðisskorturinn hamlar útskrift sjúklinga en mun heppilegra er að sjúklingar sæki endurhæfingu á geðsviði með komum á dag- og göngudeild og dvelji heima þess á milli. Á sama tíma, og þess vegna, bíða fjölmargir eftir að fá hjálp. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir það mjög bagalegt að þegar meðferð er lokið sé jafn erfitt að útskrifa fólk og raun ber vitni. Vegna þessa er erfitt eða útilokað að vinna niður biðlista. „Ef búsetuúrræðin væru öflugri þá gætum við veitt betri dag- og göngudeildarþjónustu sem væri mun eðlilegri endurhæfing – og þá væri þetta eins og vinna. Á daginn vinnur þú í að bæta þína heilsu en ert með þinni fjölskyldu á kvöldin,“ segir María og bendir á að það eru sveitarfélögin sem eiga að útvega búsetuúrræði fyrir þennan hóp samkvæmt lögum. Hins vegar hafi sú uppbygging ekki gengið nægilega vel, þó mikilvæg skref hafi verið tekin í þá átt. Sveitarfélögin hafi hins vegar ekki undan.Hópur fólks bíður eftir því að komast út af spítala – aðrir bíða utan hans á meðan. Fréttablaðið/VilhelmMaría segir að biðtími einstaklinga inni á geðsviði sé frá því að vera nokkrir mánuðir en allt upp tvö ár.„Tveggja ára bið er mjög langur tími og mjög íþyngjandi fyrir viðkomandi. Það sem gerist þegar fólk bíður svona lengi er að hætta er á því að fólk missi móðinn,“ segir María. En ef horft er aftur í tímann – er þessi vandi ný til kominn? „Þetta er eldgömul saga. Fyrir um áratug var ráðist í sérstakt átak á vegum stjórnvalda til að koma hópi geðfatlaðra sem höfðu dvalið lengi á Kleppi út í samfélagið að nýju. Þá átti að búa svo um hnútanna að það yrði aldrei neinn að dúsa á spítala lengur en hann þyrfti – hvorki aldraðir né geðsjúkir. Svo erum við þvert á móti stödd á þeim stað að aldraðir og geðsjúkir eru allt of lengi inni á sjúkrahúsunum. Við eigum að veita meðferð en ekki vera heimili þessa fólks – bara alls ekki,“ segir María og vísar til átaks félagsmálaráðuneytisins árið 2006, sem lauk árið 2010 og var árangurinn góður. Aðeins hálfu ári seinna tók fólki sem dvalið hafði á stofnunum í lengri tíma að fjölga að nýju. Geðsvið Landspítala sinnir meginstarfsemi sérhæfðrar geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi – sinnir göngudeildar- og samfélagsgeðþjónustu ásamt geðheilbrigðisþjónustu fyrir bráðveikt fólk og sérhæfð vandamál, og endurhæfingu geðfatlaðra. svavar@frettabladid.is
Heilbrigðismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira