Gjafmildir ferðamenn hafa gefið 10 milljónir af Tax Free Sæunn Gísladóttir skrifar 11. maí 2017 07:00 Ferðamenn sem gefa endurgreiðslu á Tax Free þurfa að fara í gegnum sama ferli og aðrir. vísir/eyþór Á síðustu sex árum hafa ferðamenn sem versla hér á landi og vilja ekki nýta sér endurgreiðslu á Tax Free látið 10 milljónir renna til styrktar góðgerðarmála í gegnum Premier Tax Free á Íslandi. Allur ágóðinn hefur runnið til Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrif, svona upphæð. Fyrir Umhyggju þá skiptir alltaf máli að fólk hugsi svona til okkar. Fyrirtæki sem hafa okkur í huga eru afskaplega góð fyrir okkar starfsemi,“ segir Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún segir féð hafa nýst til margs, meðal annars til reksturs orlofshúsa fyrir fjölskyldur langveikra barna, sem eru fullbúin fyrir hreyfihömluð börn, og til þess að ráða sálfræðing.Arnar Sveinn Geirsson, markaðsstjóri Premier Tax Free.Mynd/Aðsend„Frá árinu 2010 hafa 8,5 milljónir runnið frá ferðamönnum í gegnum okkur til Umhyggju og við erum að fara að gera upp við Umhyggju á næstu dögum ágóðann fyrir árið 2016 sem nemur 1,5 milljónum króna,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, markaðsstjóri Premier Tax Free á Íslandi. Hann segist ekki vita til þess að þetta fyrirkomulag tíðkist annars staðar. „Það er ekki sjálfsagt mál að ferðamenn sem komi hingað til landsins geri þetta. Það er engin flýtimeðferð á ferlinu þó þú ætlir að gefa til góðgerðarmála. Það þarf að bíða í röð og skila inn öllum formum rétt útfylltum.“ Arnar segir að fyrirtækið vilji auðvelda ferðamönnum að gefa. „Þetta er umræða sem við erum búin að vera að reyna að taka með tollinum, að liðka fyrir þessu ferli hjá þeim sem vilja gefa til góðgerðarmála. Peningurinn væri þá áfram eftir í landinu og þótt hann fari ekki beint í ríkiskassann fer hann samt á mjög góðan stað. Vonandi sjá þeir sér hag í að gera þetta,“ segir Arnar. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Á síðustu sex árum hafa ferðamenn sem versla hér á landi og vilja ekki nýta sér endurgreiðslu á Tax Free látið 10 milljónir renna til styrktar góðgerðarmála í gegnum Premier Tax Free á Íslandi. Allur ágóðinn hefur runnið til Umhyggju, félags sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. „Auðvitað hefur þetta gríðarleg áhrif, svona upphæð. Fyrir Umhyggju þá skiptir alltaf máli að fólk hugsi svona til okkar. Fyrirtæki sem hafa okkur í huga eru afskaplega góð fyrir okkar starfsemi,“ segir Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju. Hún segir féð hafa nýst til margs, meðal annars til reksturs orlofshúsa fyrir fjölskyldur langveikra barna, sem eru fullbúin fyrir hreyfihömluð börn, og til þess að ráða sálfræðing.Arnar Sveinn Geirsson, markaðsstjóri Premier Tax Free.Mynd/Aðsend„Frá árinu 2010 hafa 8,5 milljónir runnið frá ferðamönnum í gegnum okkur til Umhyggju og við erum að fara að gera upp við Umhyggju á næstu dögum ágóðann fyrir árið 2016 sem nemur 1,5 milljónum króna,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, markaðsstjóri Premier Tax Free á Íslandi. Hann segist ekki vita til þess að þetta fyrirkomulag tíðkist annars staðar. „Það er ekki sjálfsagt mál að ferðamenn sem komi hingað til landsins geri þetta. Það er engin flýtimeðferð á ferlinu þó þú ætlir að gefa til góðgerðarmála. Það þarf að bíða í röð og skila inn öllum formum rétt útfylltum.“ Arnar segir að fyrirtækið vilji auðvelda ferðamönnum að gefa. „Þetta er umræða sem við erum búin að vera að reyna að taka með tollinum, að liðka fyrir þessu ferli hjá þeim sem vilja gefa til góðgerðarmála. Peningurinn væri þá áfram eftir í landinu og þótt hann fari ekki beint í ríkiskassann fer hann samt á mjög góðan stað. Vonandi sjá þeir sér hag í að gera þetta,“ segir Arnar.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira