Sautján ára strákur fékk 10 í einkunn fyrir fyrsta leikinn á stærsta sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir skot í gær. Vísir/Ernir FH-ingar eru lentir 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val eftir 28-24 tap á heimavelli í fyrsta leik lokaúrslita Olís-deildar karla í Kaplakrika í gær. Margir FH-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum en liðið hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Það var hinsvegar ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hins sautján ára gamla Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem var þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum á ferlinum. Gísli er fæddur í júlí 1999 en lék nær óaðfinnanlega í gær. HBstatz tók saman tölfræði úr leiknum í gær og er mjög athyglisvert að skoða frammistöðu Gísla í henni. Handboltinn á HBstatz mikið að þakka fyrir þetta enda lífga svona skemmtilegt upplýsingar mikið upp á umræðuna um íslenska handboltann sem glímir annars við meinlegan skort á upplýsingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður vallarins samkvæmt tölfræðimati HBstatz. Hann var með 9,5 í heildareinkunn en fékk hvorki meira né minna en 10 fyrir sóknarleikinn. Gísli skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í leiknum og bauð því upp á 78 prósent skotnýtingu. Ekkert marka hans komu úr vítum eða hraðaupphlaupum. Gísli skapaði einnig sjö skotfæri fyrir félaga sína og gaf 3 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Besti varnarmaður leiksins var Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason sem fékk 7,9 í einkunnu fyrir varnarleik sinn en yngri bróðir hans, Ýmir Örn Gíslason, kom næstur með 7,7. Enginn annar fékk meira en 7 fyrir frammistöðu sína i vörninni. Það er hægt að skoða tölfræði HBstatz úr leiknum með því að smella hér.Tölfræðin úr fyrsta leik FH og Vals er aðgengileg hérna fyrir áhugasama:https://t.co/qNksqFYpJi #handbolti #olisdeildin— HBStatz (@HBSstatz) May 11, 2017 Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira
FH-ingar eru lentir 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val eftir 28-24 tap á heimavelli í fyrsta leik lokaúrslita Olís-deildar karla í Kaplakrika í gær. Margir FH-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum en liðið hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Það var hinsvegar ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hins sautján ára gamla Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem var þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum á ferlinum. Gísli er fæddur í júlí 1999 en lék nær óaðfinnanlega í gær. HBstatz tók saman tölfræði úr leiknum í gær og er mjög athyglisvert að skoða frammistöðu Gísla í henni. Handboltinn á HBstatz mikið að þakka fyrir þetta enda lífga svona skemmtilegt upplýsingar mikið upp á umræðuna um íslenska handboltann sem glímir annars við meinlegan skort á upplýsingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður vallarins samkvæmt tölfræðimati HBstatz. Hann var með 9,5 í heildareinkunn en fékk hvorki meira né minna en 10 fyrir sóknarleikinn. Gísli skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í leiknum og bauð því upp á 78 prósent skotnýtingu. Ekkert marka hans komu úr vítum eða hraðaupphlaupum. Gísli skapaði einnig sjö skotfæri fyrir félaga sína og gaf 3 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Besti varnarmaður leiksins var Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason sem fékk 7,9 í einkunnu fyrir varnarleik sinn en yngri bróðir hans, Ýmir Örn Gíslason, kom næstur með 7,7. Enginn annar fékk meira en 7 fyrir frammistöðu sína i vörninni. Það er hægt að skoða tölfræði HBstatz úr leiknum með því að smella hér.Tölfræðin úr fyrsta leik FH og Vals er aðgengileg hérna fyrir áhugasama:https://t.co/qNksqFYpJi #handbolti #olisdeildin— HBStatz (@HBSstatz) May 11, 2017
Olís-deild karla Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Sjá meira