Sautján ára strákur fékk 10 í einkunn fyrir fyrsta leikinn á stærsta sviðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2017 11:00 Gísli Þorgeir Kristjánsson reynir skot í gær. Vísir/Ernir FH-ingar eru lentir 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val eftir 28-24 tap á heimavelli í fyrsta leik lokaúrslita Olís-deildar karla í Kaplakrika í gær. Margir FH-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum en liðið hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Það var hinsvegar ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hins sautján ára gamla Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem var þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum á ferlinum. Gísli er fæddur í júlí 1999 en lék nær óaðfinnanlega í gær. HBstatz tók saman tölfræði úr leiknum í gær og er mjög athyglisvert að skoða frammistöðu Gísla í henni. Handboltinn á HBstatz mikið að þakka fyrir þetta enda lífga svona skemmtilegt upplýsingar mikið upp á umræðuna um íslenska handboltann sem glímir annars við meinlegan skort á upplýsingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður vallarins samkvæmt tölfræðimati HBstatz. Hann var með 9,5 í heildareinkunn en fékk hvorki meira né minna en 10 fyrir sóknarleikinn. Gísli skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í leiknum og bauð því upp á 78 prósent skotnýtingu. Ekkert marka hans komu úr vítum eða hraðaupphlaupum. Gísli skapaði einnig sjö skotfæri fyrir félaga sína og gaf 3 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Besti varnarmaður leiksins var Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason sem fékk 7,9 í einkunnu fyrir varnarleik sinn en yngri bróðir hans, Ýmir Örn Gíslason, kom næstur með 7,7. Enginn annar fékk meira en 7 fyrir frammistöðu sína i vörninni. Það er hægt að skoða tölfræði HBstatz úr leiknum með því að smella hér.Tölfræðin úr fyrsta leik FH og Vals er aðgengileg hérna fyrir áhugasama:https://t.co/qNksqFYpJi #handbolti #olisdeildin— HBStatz (@HBSstatz) May 11, 2017 Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
FH-ingar eru lentir 1-0 undir í úrslitaeinvíginu á móti Val eftir 28-24 tap á heimavelli í fyrsta leik lokaúrslita Olís-deildar karla í Kaplakrika í gær. Margir FH-ingar náðu sér ekki á strik í leiknum en liðið hafði unnið fimm fyrstu leiki sína í úrslitakeppninni og alls níu leiki í röð í deild og úrslitakeppni. Það var hinsvegar ekki mikið hægt að finna að frammistöðu hins sautján ára gamla Gísla Þorgeirs Kristjánssonar sem var þarna að spila sinn fyrsta leik í lokaúrslitum á ferlinum. Gísli er fæddur í júlí 1999 en lék nær óaðfinnanlega í gær. HBstatz tók saman tölfræði úr leiknum í gær og er mjög athyglisvert að skoða frammistöðu Gísla í henni. Handboltinn á HBstatz mikið að þakka fyrir þetta enda lífga svona skemmtilegt upplýsingar mikið upp á umræðuna um íslenska handboltann sem glímir annars við meinlegan skort á upplýsingum. Gísli Þorgeir Kristjánsson var besti maður vallarins samkvæmt tölfræðimati HBstatz. Hann var með 9,5 í heildareinkunn en fékk hvorki meira né minna en 10 fyrir sóknarleikinn. Gísli skoraði 7 mörk úr aðeins 9 skotum í leiknum og bauð því upp á 78 prósent skotnýtingu. Ekkert marka hans komu úr vítum eða hraðaupphlaupum. Gísli skapaði einnig sjö skotfæri fyrir félaga sína og gaf 3 stoðsendingar án þess að tapa einum einasta bolta. Besti varnarmaður leiksins var Valsmaðurinn Orri Freyr Gíslason sem fékk 7,9 í einkunnu fyrir varnarleik sinn en yngri bróðir hans, Ýmir Örn Gíslason, kom næstur með 7,7. Enginn annar fékk meira en 7 fyrir frammistöðu sína i vörninni. Það er hægt að skoða tölfræði HBstatz úr leiknum með því að smella hér.Tölfræðin úr fyrsta leik FH og Vals er aðgengileg hérna fyrir áhugasama:https://t.co/qNksqFYpJi #handbolti #olisdeildin— HBStatz (@HBSstatz) May 11, 2017
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni