Rúmur þriðjungur hersins veldur usla og heimtar peninga Samúel Karl Ólason skrifar 15. maí 2017 16:12 Alls eru þeir um 8.400 talsins, en í heildina eru hermenn landsins um 22 þúsund. Vísir/AFP Rúmlega þriðjungur hermanna Fílabeinsstrandarinnar standa nú í uppreisn og hafa valdið usla í fjórum borgum í landinu þar sem þeir fara um götur og skjóta í loftið. Þeir segja ríkið skulda sér um 9.500 dali (tæp milljón króna) á mann og segjast ekki tilbúnir til viðræðna. Herinn sagðist í gær ætla að ráðast gegn uppreisnarmönnunum en hefur nú hætt við. Um er að ræða fyrrverandi uppreisnarmenn sem komu forseta Fílabeinsstrandarinnar til valda árið 2011 og fengu störf hjá hernum í kjölfarið. Alls eru þeir um 8.400 talsins, en í heildina eru hermenn landsins um 22 þúsund. Hermennirnir sem um ræðir voru áður uppreisnarmenn og hafa staðið í langvarandi deilum við ríkið. Deilurnar hófust í byrjun ársins þegar uppreisnarmennirnir fyrrverandi og núverandi, lýstu því yfir að þeir töldu ríkið skulda sér laun og bónusa fyrir uppreisnardaga sína. Á endanum lét ríkið undan kröfum þeirra og lofaði 15.500 dölum (um 1,6 milljón) á hvern mann. Síðan þá höfðu mennirnir fengið 6.500 dali borgaða, samkvæmt frétt BBC. Í síðustu viku lýsti talsmaður uppreisnarmannanna því yfir að þeir myndu láta af kröfum sínum. Það reitti mennina sem um ræðir til reiði, en svo virðist sem þeir hafi ekki vitað af yfirlýsingu talsmannsins. Nú hafa uppreisnarmennirnir lýst því yfir að kröfur þeirra séu ekki vegna vangoldinna launa og lýsa þeim sem starfslokagreiðslum. Efnahagur Fílabeinsstrandarinnar hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og segist ríkið ekki hafa efni á greiðslum til uppreisnarmannanna og hefur gefið þeim þann úrslitakost að leggja niður vopn. Óttast er að til átaka komi á milli fylkinga en átök eru mönnum enn í fersku minni eftir tíu ára borgarastyrjöldina sem lauk árið 2011. Fílabeinsströndin Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Rúmlega þriðjungur hermanna Fílabeinsstrandarinnar standa nú í uppreisn og hafa valdið usla í fjórum borgum í landinu þar sem þeir fara um götur og skjóta í loftið. Þeir segja ríkið skulda sér um 9.500 dali (tæp milljón króna) á mann og segjast ekki tilbúnir til viðræðna. Herinn sagðist í gær ætla að ráðast gegn uppreisnarmönnunum en hefur nú hætt við. Um er að ræða fyrrverandi uppreisnarmenn sem komu forseta Fílabeinsstrandarinnar til valda árið 2011 og fengu störf hjá hernum í kjölfarið. Alls eru þeir um 8.400 talsins, en í heildina eru hermenn landsins um 22 þúsund. Hermennirnir sem um ræðir voru áður uppreisnarmenn og hafa staðið í langvarandi deilum við ríkið. Deilurnar hófust í byrjun ársins þegar uppreisnarmennirnir fyrrverandi og núverandi, lýstu því yfir að þeir töldu ríkið skulda sér laun og bónusa fyrir uppreisnardaga sína. Á endanum lét ríkið undan kröfum þeirra og lofaði 15.500 dölum (um 1,6 milljón) á hvern mann. Síðan þá höfðu mennirnir fengið 6.500 dali borgaða, samkvæmt frétt BBC. Í síðustu viku lýsti talsmaður uppreisnarmannanna því yfir að þeir myndu láta af kröfum sínum. Það reitti mennina sem um ræðir til reiði, en svo virðist sem þeir hafi ekki vitað af yfirlýsingu talsmannsins. Nú hafa uppreisnarmennirnir lýst því yfir að kröfur þeirra séu ekki vegna vangoldinna launa og lýsa þeim sem starfslokagreiðslum. Efnahagur Fílabeinsstrandarinnar hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og segist ríkið ekki hafa efni á greiðslum til uppreisnarmannanna og hefur gefið þeim þann úrslitakost að leggja niður vopn. Óttast er að til átaka komi á milli fylkinga en átök eru mönnum enn í fersku minni eftir tíu ára borgarastyrjöldina sem lauk árið 2011.
Fílabeinsströndin Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Erlent Fleiri fréttir Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent