Að jafnaði fjögur vopnuð útköll á viku Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. maí 2017 07:00 Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur nýlega tekið nýja bíla í notkun. Sé rýnt í tölur sést að vopnuðum útköllum þeirra er að fjölga. vísir/anton Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum mánuðum ársins vopnuð skotvopnum. Þetta sýna tölur ríkislögreglustjóra. Það jafngildir því að farið hafi verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍAllt árið 2016 fór sérsveitin í 108 útköll með skotvopn. Fréttablaðið hefur ekki fengið skýringar á því hvort búast megi við auknum fjölda vopnaðra útkalla í ár eða hvort einhverra hluta vegna fari sérsveitin helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðjungi ársins. Hins vegar blasir við að vopnuðum útköllum hefur fjölgað verulega undanfarinn áratug, en árið 2006 voru þau 42 og árið 2007 voru þau 53. Önnur sértæk verkefni sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk þess sem sérsveitarmenn sinna líka almennum löggæslustörfum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, leggur áherslu á að sérsveitin hafi ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum söguna í þessu þá hefur lögreglan ekkert beitt vopnum frá upphafi. Þetta er eitt skipti sem þeir hafa gripið til vopna þannig að þeir hafa beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi. Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið 2013. Hann leggur áherslu á að lögreglan hafi ekki ofnotað eða misnotað vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem hafa orðið að dómsmáli eða þar sem menn hafa séð lögregluna fara offari. Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi. Maður hugsar til tilfella í Bandaríkjunum og að einhverju leyti í Evrópu en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í verki,“ segir Helgi og bætir við að þjálfun sérsveitarmanna sé mikil. Ekki bara í upphafi heldur sé þjálfunin stöðug. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59 Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42 Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29 Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07 Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra fór í 76 verkefni á fyrstu fjórum mánuðum ársins vopnuð skotvopnum. Þetta sýna tölur ríkislögreglustjóra. Það jafngildir því að farið hafi verið að meðaltali í 4,5 útköll á viku.Helgi Gunnlaugsson, prófessor í félagsfræði við HÍAllt árið 2016 fór sérsveitin í 108 útköll með skotvopn. Fréttablaðið hefur ekki fengið skýringar á því hvort búast megi við auknum fjölda vopnaðra útkalla í ár eða hvort einhverra hluta vegna fari sérsveitin helst í vopnuð útköll á fyrsta þriðjungi ársins. Hins vegar blasir við að vopnuðum útköllum hefur fjölgað verulega undanfarinn áratug, en árið 2006 voru þau 42 og árið 2007 voru þau 53. Önnur sértæk verkefni sérsveitarinnar eru miklu fleiri auk þess sem sérsveitarmenn sinna líka almennum löggæslustörfum. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði, leggur áherslu á að sérsveitin hafi ekki misnotað vopn. „Ef við skoðum söguna í þessu þá hefur lögreglan ekkert beitt vopnum frá upphafi. Þetta er eitt skipti sem þeir hafa gripið til vopna þannig að þeir hafa beitt þessu af hógværð,“ segir Helgi. Hann vísar þar í atvik í Hraunbæ árið 2013. Hann leggur áherslu á að lögreglan hafi ekki ofnotað eða misnotað vopn. „Eða að upp komi tilfelli sem hafa orðið að dómsmáli eða þar sem menn hafa séð lögregluna fara offari. Við erum ekki að sjá tilfelli af því tagi. Maður hugsar til tilfella í Bandaríkjunum og að einhverju leyti í Evrópu en ekki hérna hjá okkur. Þeir virðast hafa sýnt ábyrgð og fagmennsku í verki,“ segir Helgi og bætir við að þjálfun sérsveitarmanna sé mikil. Ekki bara í upphafi heldur sé þjálfunin stöðug.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59 Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42 Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29 Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07 Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Handtekinn fyrir að veifa hníf á Austurvelli Sérsveit lögreglunnar var kölluð út í kvöld vegna manns sem veifaði hníf á Austurvelli. 6. maí 2017 21:59
Viðbúnaður vegna manns sem hafði komið sér fyrir í yfirgefnu húsnæði Talsverður viðbúnaður var við Keilugranda í vesturbæ Reykjavíkur á áttunda tímanum í kvöld eftir að tilkynning barst um innbrot. 29. apríl 2017 20:42
Sérsveitin fær fjóra nýja bíla og nýja búninga Sérsveit ríkislögreglustjóra mun í vikunni taka í gagnið tvo nýja bíla af gerðinni Ford Police Interceptor. Alls fékk sérsveitin fjóra nýja bíla afhenta í byrjun árs og verða hinir tveir teknir í notkun síðar en á meðal þess sem þarf að setja upp í bílunum er sérsmíðaður vopnaskápur og talstöðvakerfi. 19. apríl 2017 07:29
Vopnað rán í Hraunbergsapóteki Vopnað rán var framið í Hraunbergsapóteki á ellefta tímanum í morgun. 8. maí 2017 11:07
Vopnaðir sérsveitarmenn við hús á Grettisgötu Búið er að loka Grettisgötu frá Vitastíg að Frakkastíg og eru sérsveit og lögregla með mikinn viðbúnað á staðnum. 21. apríl 2017 11:51