Íslenski boltinn

Heimir: Ellefu einstaklingar inn á vellinum í fyrri hálfleik

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Heimir áhyggjufullur á bekknum í kvöld.
Heimir áhyggjufullur á bekknum í kvöld. vísir/eyþór
Heimir Guðjónsson. þjálfari FH, var ekki ánægður með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik í leik Vals og FH í Pepsi-deild karla í fótbolta á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og voru Valsmenn mun öflugri í fyrri hálfleik áður en taflið snerist við í þeim seinni.

„Vandræði FH-inga í fyrri hálfleik voru einfaldlega þau að það var engin samstaða um hvernig ætti að gera hlutina. Við löguðum það í seinni hálfleik og mér fannst á köflum í seinni hálfleik bara vera eitt lið á vellinum,“ sagði Heimir eftir leik.

Lið hans kom mun ákveðnara til leiks í seinni hálfleik og segir Heimir að þá fyrst hafi lið sitt farið að spila saman sem ein heild.

„Það sem að það breyttist var að í fyrri hálfleik voru ellefu einstaklingar á vellinu, Við vorum ekki að spila saman sem lið en það breyttist í seinni hálfleik. Þá sýndum við hvers við vorum megnugir,“ sagði Heimir.

Lið FH, sem spáð er góðu gengi á Íslandsmótinu er með fimm stig í fimmta sæti eftir þrjár umferðir og segja má að liðið hafi átt þrjá góða hálfleika á mótinu hingað til. Heimir er ekki sáttur með uppskeruna.

„Alls ekki, ég hefði viljað hafa sjö eða níu stig. Við vorum klaufar á móti KA og þurfum að tengja saman tvö hálfleika.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×