Uppbótartíminn: Þrjú lið með jafnmörg stig á toppnum | Myndbönd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. maí 2017 12:00 Valsmenn misstu frá sér toppsætið. Vísir/Eyþór Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla, sem lauk í gærkvöldi. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjörnumenn eru komnir á topp Pepsi-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavogi en Valsmenn töpuðu aftur á móti sínum fyrstu stigum í sumar þegar þeir gerðu jafntefli á heimavelli við FH. Stjarnan er með sjö stig á toppnum eins og KA og Valur. Það hafa því öll liðin tapað stigum í fyrstu þremur umferðunum. Nýliðar KA halda áfram góðri byrjun sinni og urðu fyrsta liðið til að skora hjá Fjölnismönnum í 2-0 sigri fyrir norðan. KA-liðið hefur fengið sjö stig og skorað 7 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í úrvalsdeildinni í þrettán ár. Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli í öðrum leiknum í röð og eru komnir niður í fimmta sæti deildarinnar. KR-ingar komust upp fyrir FH-liðið með öðrum 2-1 sigri sínum í röð. Á hinum enda töflunnar eru Breiðablik og ÍA bæði stigalaus eftir þrjár umferðir en öll hin tíu lið deildarinnar hafa náð að fagna sigri í sumar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KR - ÍA 2-1ÍBV - Víkingur R. 1-0Grindavík - Víkingur Ó. 1-3KA - Fjölnir 2-0Breiðablik - Stjarnan 1-3Valur - FH 1-1 Góð umferð fyrir ...Hilmar Árni Halldórsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Stjörnumenn.Vísir/Anton... Stjörnumenn sem fylgdu eftir 5-0 sigri á ÍBV með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki liðinu sem þeir höfðu ekki fengið eitt einasta stig á móti í fjórum innbyrðisleikjum liðanna 2015 og 2016. Stjörnuliðið hefur nú skorað tíu mörk í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið heldur áfram að fá mörk frá varnarmönnum, miðjumönnum og sóknarmönnum í sínum leikjum. Þessir tveir stóru sigrar hafa skilað Garðbæingum upp í toppsæti deildarinnar. ... Eyjamenn sem töpuðu illa á móti Stjörnunni í 2. umferðinni og voru ekki búnir að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum þegar kom að leiknum við Víkinga. Kristján Guðmundsson náði hinsvegar að loka vörninni sem fékk á sig fimm mörk í leiknum á undan og eitt mark nægði Eyjaliðinu til að taka öll þrjú stigin á móti Reykjavíkur-Víkingum. Eyjamenn hafa kannski bara skorað eitt mark í sumar, en þeir hafa haldið tvisvar hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum og eru í áttunda sætinu með 4 stig. ... Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. Ólafsvíkingar hafa bætt sig með hverjum leik í sumar og unnu flottan 3-1 sigur í Grindavík í 3. umferðinni. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var búinn að lesa Grindvíkurliðið og skipti um leikaðferð sem gekk fullkomlega upp. Eftir mjög slakan tapleik á móti Val og stigalausan en mjög góðan leik á móti KR þá náðu Ólsarar í sín fyrstu stig í sumar. Ef liðið heldur áfram að bæta sig á milli leikja þá er von á góðu á Snæfellsnesinu í sumar. Slæm umferð fyrir ....Skagamenn töpuðu þriðja leiknum í röð.Vísir/Anton... Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara. Hann gerði dómaramistök ársins er hann fattaði ekki að gefa KA-manninum Almarri Ormarssyni rautt spjald eftir að hann gaf leikmanninum gula spjaldið í annað sinn. Ótrúlegt klúður sem mun elta dómarann í allt sumar. Hann verður undir smásjánni. ... Breiðablik sem tapaði sínum þriðja leik í röð. Það er ekki bara að liðið sé að valda vonbrigðum á vellinum heldur virðist stjórn félagsins vera í tómu rugli. Rak þjálfarann án þess að vera með annan þjálfara tilbúinn og stjórnin hefur því sett liðið í hendurnar á manni sem virðist ekki hafa nákvæmlega neinn áhuga á því að þjálfa liðið. ... Skagamenn sem eru búnir að tapa öllum sínum leikjum rétt eins og Breiðablik. ÍA er þess utan búið að fá á sig heil tíu mörk í fyrstu leikjunum. Andstæðingarnir vissulega erfiðir en spilamennska liðsins er langt frá því að vera sannfærandi. Skemmtilegir punktar úr BoltavaktinniHörð barátt á Kópavogsvelli.Vísir/AntonKristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli „Vallarþulurinn tilkynnir að gamla stúkan hafi verið opnuð til að koma fleiri áhorfendum fyrir og það fer strax straumur af fólki yfir. Það er vel mætt í kvöld.“Anton Ingi Leifsson á Grindavíkurvelli „Eftir aukaspyrnu virtist skot Andra Rúnars Bjarnasonar vera á leið yfir, en boltinn náði ekki alla leið og vindurinn greip í hann. Boltinn skoppaði nánast á marklínu, en fauk svo bara í burtu. Vindurinn að taka þátt!“Arnar Geir Halldórsson á Akureyrarvelli „Það er heldur betur mikið um dýrðir hér í aðdraganda leiksins. Leiðin okkar allra með Hjálmunum er flutt af forsöngvara og myndarlegum karlakór. Liðin eru að ganga inn á völlinn. Stúkan nánast orðin full.“Tryggvi Páll Tryggvason á Valsvelli „Heimir situr á rökstólunum með aðstoðarmönnum sínum. Þeir þurfa að finna lausnir og það fljótt því að annars fer FH með 0 stig heim í fjörðinn fagra.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Aleksandar Trninic, KA 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Rasmus Steenberg Christiansen; Val 8 Sindri Snær Magnússon, ÍBV 8 Sigurður Grétar Benónýsson, ÍBV 8 Atli Guðnason, FH 8 Halldór Orri Björnsson; FH 4 Viktor Örn Margeirsson, Breiðabliki 4 Hrvoje Tokic, Breiðabliki 4 Dofri Snorrason, Víkingi R. 4 Vladimir Tufegdzic, Víkingi R. 4 Aron Ingi Kristinsson, ÍA 4 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 4 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 4 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni 4 Igor Jugovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Hákon Ívar Ólafsson, Grindavík 4 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 4 Jón Ingason, Grindavík 4 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík 4 Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 4Umræðan á #pepsi365Besta við Pepsi Deildina er að 25% þjálfara eru frá gömlu Júgóslavíu. Veisla í fjórða hverju viðtali #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 6 "útlendingar" í liði vikunnar - Gleymum ekki að deildin væri miklu verri án þeirra #pepsi365 #fotbolti— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) May 15, 2017 Veit ekki hvort það sé þessum rennislétta Valsvelli og góðu veðri að þakka en þetta var langbesti leikur tímabilsins. #pepsi365 #ValurFH— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 Síðast þegar Stjarnan var ekki í topp 3 umræðu fyrir mót var árið 2014 #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 Powerranking 15.5 #pepsi365 pic.twitter.com/B9wlDHWPtK— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Vísir gerir upp þriðju umferð Pepsi-deildar karla, sem lauk í gærkvöldi. Hverjir áttu góðan dag og hverjir erfðan dag? Hvernig var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. Stjörnumenn eru komnir á topp Pepsi-deildarinnar eftir 3-1 sigur á Breiðabliki í Kópavogi en Valsmenn töpuðu aftur á móti sínum fyrstu stigum í sumar þegar þeir gerðu jafntefli á heimavelli við FH. Stjarnan er með sjö stig á toppnum eins og KA og Valur. Það hafa því öll liðin tapað stigum í fyrstu þremur umferðunum. Nýliðar KA halda áfram góðri byrjun sinni og urðu fyrsta liðið til að skora hjá Fjölnismönnum í 2-0 sigri fyrir norðan. KA-liðið hefur fengið sjö stig og skorað 7 mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í úrvalsdeildinni í þrettán ár. Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli í öðrum leiknum í röð og eru komnir niður í fimmta sæti deildarinnar. KR-ingar komust upp fyrir FH-liðið með öðrum 2-1 sigri sínum í röð. Á hinum enda töflunnar eru Breiðablik og ÍA bæði stigalaus eftir þrjár umferðir en öll hin tíu lið deildarinnar hafa náð að fagna sigri í sumar.Umfjöllun og viðtöl úr öllum leikjum umferðarinnar:KR - ÍA 2-1ÍBV - Víkingur R. 1-0Grindavík - Víkingur Ó. 1-3KA - Fjölnir 2-0Breiðablik - Stjarnan 1-3Valur - FH 1-1 Góð umferð fyrir ...Hilmar Árni Halldórsson skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir Stjörnumenn.Vísir/Anton... Stjörnumenn sem fylgdu eftir 5-0 sigri á ÍBV með því að vinna 3-1 sigur á Breiðabliki liðinu sem þeir höfðu ekki fengið eitt einasta stig á móti í fjórum innbyrðisleikjum liðanna 2015 og 2016. Stjörnuliðið hefur nú skorað tíu mörk í fyrstu þremur leikjum sínum og liðið heldur áfram að fá mörk frá varnarmönnum, miðjumönnum og sóknarmönnum í sínum leikjum. Þessir tveir stóru sigrar hafa skilað Garðbæingum upp í toppsæti deildarinnar. ... Eyjamenn sem töpuðu illa á móti Stjörnunni í 2. umferðinni og voru ekki búnir að skora í fyrstu tveimur leikjum sínum þegar kom að leiknum við Víkinga. Kristján Guðmundsson náði hinsvegar að loka vörninni sem fékk á sig fimm mörk í leiknum á undan og eitt mark nægði Eyjaliðinu til að taka öll þrjú stigin á móti Reykjavíkur-Víkingum. Eyjamenn hafa kannski bara skorað eitt mark í sumar, en þeir hafa haldið tvisvar hreinu í fyrstu þremur leikjum sínum og eru í áttunda sætinu með 4 stig. ... Ejub Purisevic, þjálfari Víkings Ó. Ólafsvíkingar hafa bætt sig með hverjum leik í sumar og unnu flottan 3-1 sigur í Grindavík í 3. umferðinni. Ejub Purisevic, þjálfari Víkinga, var búinn að lesa Grindvíkurliðið og skipti um leikaðferð sem gekk fullkomlega upp. Eftir mjög slakan tapleik á móti Val og stigalausan en mjög góðan leik á móti KR þá náðu Ólsarar í sín fyrstu stig í sumar. Ef liðið heldur áfram að bæta sig á milli leikja þá er von á góðu á Snæfellsnesinu í sumar. Slæm umferð fyrir ....Skagamenn töpuðu þriðja leiknum í röð.Vísir/Anton... Guðmund Ársæl Guðmundsson dómara. Hann gerði dómaramistök ársins er hann fattaði ekki að gefa KA-manninum Almarri Ormarssyni rautt spjald eftir að hann gaf leikmanninum gula spjaldið í annað sinn. Ótrúlegt klúður sem mun elta dómarann í allt sumar. Hann verður undir smásjánni. ... Breiðablik sem tapaði sínum þriðja leik í röð. Það er ekki bara að liðið sé að valda vonbrigðum á vellinum heldur virðist stjórn félagsins vera í tómu rugli. Rak þjálfarann án þess að vera með annan þjálfara tilbúinn og stjórnin hefur því sett liðið í hendurnar á manni sem virðist ekki hafa nákvæmlega neinn áhuga á því að þjálfa liðið. ... Skagamenn sem eru búnir að tapa öllum sínum leikjum rétt eins og Breiðablik. ÍA er þess utan búið að fá á sig heil tíu mörk í fyrstu leikjunum. Andstæðingarnir vissulega erfiðir en spilamennska liðsins er langt frá því að vera sannfærandi. Skemmtilegir punktar úr BoltavaktinniHörð barátt á Kópavogsvelli.Vísir/AntonKristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli „Vallarþulurinn tilkynnir að gamla stúkan hafi verið opnuð til að koma fleiri áhorfendum fyrir og það fer strax straumur af fólki yfir. Það er vel mætt í kvöld.“Anton Ingi Leifsson á Grindavíkurvelli „Eftir aukaspyrnu virtist skot Andra Rúnars Bjarnasonar vera á leið yfir, en boltinn náði ekki alla leið og vindurinn greip í hann. Boltinn skoppaði nánast á marklínu, en fauk svo bara í burtu. Vindurinn að taka þátt!“Arnar Geir Halldórsson á Akureyrarvelli „Það er heldur betur mikið um dýrðir hér í aðdraganda leiksins. Leiðin okkar allra með Hjálmunum er flutt af forsöngvara og myndarlegum karlakór. Liðin eru að ganga inn á völlinn. Stúkan nánast orðin full.“Tryggvi Páll Tryggvason á Valsvelli „Heimir situr á rökstólunum með aðstoðarmönnum sínum. Þeir þurfa að finna lausnir og það fljótt því að annars fer FH með 0 stig heim í fjörðinn fagra.“Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Aleksandar Trninic, KA 8 Hallgrímur Mar Steingrímsson, KA 8 Rasmus Steenberg Christiansen; Val 8 Sindri Snær Magnússon, ÍBV 8 Sigurður Grétar Benónýsson, ÍBV 8 Atli Guðnason, FH 8 Halldór Orri Björnsson; FH 4 Viktor Örn Margeirsson, Breiðabliki 4 Hrvoje Tokic, Breiðabliki 4 Dofri Snorrason, Víkingi R. 4 Vladimir Tufegdzic, Víkingi R. 4 Aron Ingi Kristinsson, ÍA 4 Arnar Már Guðjónsson, ÍA 4 Stefán Teitur Þórðarson, ÍA 4 Hans Viktor Guðmundsson, Fjölni 4 Igor Jugovic, Fjölni 4 Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni 4 Hákon Ívar Ólafsson, Grindavík 4 Gunnar Þorsteinsson, Grindavík 4 Jón Ingason, Grindavík 4 Aron Freyr Róbertsson, Grindavík 4 Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík 4Umræðan á #pepsi365Besta við Pepsi Deildina er að 25% þjálfara eru frá gömlu Júgóslavíu. Veisla í fjórða hverju viðtali #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 6 "útlendingar" í liði vikunnar - Gleymum ekki að deildin væri miklu verri án þeirra #pepsi365 #fotbolti— Orri Freyr Rúnarsson (@OrriFreyr) May 15, 2017 Veit ekki hvort það sé þessum rennislétta Valsvelli og góðu veðri að þakka en þetta var langbesti leikur tímabilsins. #pepsi365 #ValurFH— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 Síðast þegar Stjarnan var ekki í topp 3 umræðu fyrir mót var árið 2014 #pepsi365— Aron Heiðdal (@aronheiddal) May 15, 2017 Powerranking 15.5 #pepsi365 pic.twitter.com/B9wlDHWPtK— Teitur Örlygsson (@teitur11) May 15, 2017 GullmarkiðAugnablikiðBesturTrabantinn120 sekúndur
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30 Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Uppbótartíminn: Umferð flautumarkanna | Myndbönd Farið yfir 2. umferð Pepsi-deildar karla á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2017 11:30