Körfubolti

Ótrúleg leikmannaskipti Boston Celtics frá 2013 enn að borga sig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Ainge náði ótrúlegum skiptum við Brooklyn Nets fyrir fjórum árum.
Danny Ainge náði ótrúlegum skiptum við Brooklyn Nets fyrir fjórum árum. Vísir/AP
Boston Celtics verður með fyrsta valrétt í nýliðavali NBA-deildarinnar í sumar en þetta kom í ljós í nótt dregið var um hvaða lið fá fyrstu valréttina.

Boston Celtics velur númer eitt, Los Angeles Lakers velur númer tvö og Philadelphia 76ers er númer þrjú.

Hér má sjá röðina í fyrstu umferð:

1. Boston (Frá Brooklyn)

2. Los Angeles Lakers

3. Philadelphia (Frá Sacramento)

4. Phoenix

5. Sacramento (Frá Philadelphia)

6. Orlando

7. Minnesota

8. New York

9. Dallas

10. Sacramento (Frá New Orleans)

11. Charlotte

12. Detroit

13. Denver

14. Miami

15. Portland

16. Chicago

17. Milwaukee

18. Indiana

19. Atlanta

20. Portland (Frá Memphis í gegnum Denver og Cleveland)

21. Oklahoma City

22. Brooklyn (Frá Washington)

23. Toronto (Frá LA Clippers í gegnum Milwaukee)

24. Utah

25. Orlando (Frá Toronto)

26. Portland (Frá Cleveland)

27. Brooklyn (Frá Boston)

28. Los Angeles Lakers (Frá Houston)

29. San Antonio

30. Utah (Frá Golden State)



Boston Celtics fékk því fyrsta valrétt í nýliðavalinu innan við sólarhring eftir að liðið tryggði sér sæti í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar.

Vanalega eru það liðin sem komast ekki í úrslitakeppnina sem eru að bítast um fyrstu valréttina en það eru merkileg leikmannaskipti sem sjá til þess að Boston Celtics er í þessari frábæru stöðu.

Árið 2013 skiptu Boston Celtics og Brooklyn Nets nefnilega á leikmönnum og Celtics-menn eru ennþá að græða á þeim skiptum. Brooklyn-liðið fékk meðal annars tvær stórstjörnur frá Boston, Paul Pierce og Kevin Garnett í skiptum fyrir þrjá valrétti í framtíðinni.







Það sem gerði hinsvegar útslagið er að í einum þessarar valrétta þá mátti Boston skipta við Brooklyn Nets um valrétt liðsins í fyrstu umferðinni í ár. Brooklyn Nets er lélegasta lið deildarinnar og því voru miklar líkur á að liðið fengi fyrsta valrétt sem varð svo raunin.

Boston Celtics á líka valrétt Brooklyn Nets í fyrstu umferð nýliðavalsins á næsta ári og þessi skipti hjá Danny Ainge og félögum fara í sögubækurnar sem ein af þeim betri.

Paul Pierce lagði skóna á hilluna á dögunum en hann fór inn á Twitter og eignaði sér smá hlut í því að skila Boston Celtics valrétti númer eitt í nýliðavalinu 2017. Það má sjá það hér fyrir neðan.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×