Tölvuleikir skáka tónlistinni Björn Berg Gunnarsson skrifar 19. maí 2017 12:00 Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á einungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V.Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tónlistar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir?Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðlilega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjanlegt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættanlegar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvuleikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgefenda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambærilegum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á framfæri í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan.Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Tekjur af sölu miða á kvikmyndina Avatar náðu milljarði dollara á einungis 17 dögum um jólahátíðina 2009. Stórmyndin The Avengers náði því marki á 19 dögum. Milljarðinum var náð þremur dögum eftir útgáfu tölvuleiksins Grand Theft Auto V.Í örum vexti Vöxtur tölvuleikjaiðnaðarins hefur verið mun meiri undanfarin ár en í heimi kvikmynda, ritverka og tónlistar. Skv. spá PWC fram til ársins 2020 heldur þessi þróun áfram, en nú þegar skapa tölvuleikir talsvert meiri tekjur en allur tónlistariðnaðurinn og kvikmyndahús samanlagt. Þetta kann að koma á óvart þar sem lítið er fjallað um leiki í fjölmiðlum en hvaðan koma allir þessir fjármunir?Ólík þróun tónlistar og leikja Tekjur tónlistariðnaðarins hafa dregist saman ár frá ári samhliða vexti stafrænnar dreifingar og eðlilega hafa tónlistarfólk og útgefendur af því miklar áhyggjur. Óumflýjanlegt er að framtíð tónlistar sé stafræn en Spotify, YouTube, Apple Music og fleirum gengur illa að skapa ásættanlegar tekjur. Við virðumst ekki vilja greiða jafn mikið og áður fyrir tónlist. Þetta er ekki vandamál í tölvuleikjaiðnaðinum. Niðurhal, áskriftir og öpp hafa aukið tekjur iðnaðarins til muna og tekjumöguleikar útgefenda eru fleiri en áður. Fleiri en 20 milljónir áskrifenda greiða fyrir aðgang að PlayStation Plus þjónustu Sony, en auk þess fyrir staka leiki sem hlaðið er niður stafrænt. Tekjur tölvuleikjaþjónustunnar Steam nema um 3,5 milljörðum dollara, tvöfalt meiru en stafrænt streymi tónlistar skilar á heimsvísu. Raunar nær öll útgáfa tónlistar rétt sambærilegum tekjum og fást af tölvuleikjum í snjalltækjum, sem þó er einungis fjórðungur tölvuleikjaiðnaðarins. Auglýsendur hafa áttað sig á þessum spennandi markaði og eyða nú um 70% hærri upphæðum í að koma vörumerkjum sínum á framfæri í tölvuleikjum en fyrir fimm árum síðan.Tökum leikina alvarlega Það skiptir í raun litlu máli hvort okkur finnst tölvuleikir kjánalegir og hvaða skoðun við höfum á þeim sem eyða í þá miklu fjármagni eða lifa jafnvel á að keppa á stórmótum. Þetta er mun stærri iðnaður en flestir gera sér grein fyrir og það er löngu tímabært að hann sé tekinn alvarlega.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun