Vilborg Arna Gissurardóttir er nýlögð á stað úr fjórðu búðum og stefnir hún upp á topp Everest, hæsta fjall heims.
Veður er gott að því segir í færslu á Facebook-síðu Vilborgar Örnu. Reiknað er með að klifrið upp á topp taki um tíu til tólf tíma en það fer þó eftir veðri sem og umferð á fjallinu.
Gangi allt að óskum má reikna með að Vilborg Arna nái upp á topp um og í kringum miðnætti. Takist verður Vilborg Arna fyrsta íslenska konan sem nær upp á topp fjallsins.
