Talar fyrir réttindum öryrkja en ekki stofnun Sósíalistaflokksins Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. maí 2017 07:00 Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Vísir/Anton Dagskrá verkalýðsdagsins í ár er með örlítið öðru móti en undanfarin ár þar sem að tveir kröfufundir fara fram í miðbæ Reykjavíkur. Um hundrað metrar aðskilja sviðin tvö. Aðstandendur síðari fundarins eru allt annað en sáttir með sitjandi verkalýðsforystu. „Frá því að ég tók við sem formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) hef ég óskað eftir því að tala á baráttufundinum 1. maí. Ég gafst upp á því núna,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Hún er ein þeirra sem kemur fram á hinum nýja fundi. Meðal annarra sem koma þar fram má nefna Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formann VR, og Gunnar Smára Egilsson, fyrrverandi ritstjóra og driffjöður í Sósíalistaflokki Íslands. Sá fundur verður einmitt stofnaður á fundinum á morgun. „Ég ætla alls ekki að tala ef þetta er sérstakur fundur Sósíalistaflokksins. ÖBÍ aðhyllist engan flokk umfram annan,“ segir Ellen. „Það gafst þarna tækifæri til að koma fram ásamt fleirum sem vilja breytingar á samfélaginu.“ Ellen segir að stór hluti öryrkja sé fólk með geðræn eða stoðkerfisvandamál sem rekja megi til of mikillar vinnu. „Ef verkalýðsforystan stæði sig í stykkinu og verði hagsmuni launafólks þá væri staðan mögulega önnur. Þess í stað vill hún frekar fara í hjónasæng með Samtökum atvinnulífsins. Við förum fram á það að hlustað verði á kröfur örorkulífeyrisþega,“ segir Ellen. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Dagskrá verkalýðsdagsins í ár er með örlítið öðru móti en undanfarin ár þar sem að tveir kröfufundir fara fram í miðbæ Reykjavíkur. Um hundrað metrar aðskilja sviðin tvö. Aðstandendur síðari fundarins eru allt annað en sáttir með sitjandi verkalýðsforystu. „Frá því að ég tók við sem formaður Öryrkjabandalags Íslands (ÖBÍ) hef ég óskað eftir því að tala á baráttufundinum 1. maí. Ég gafst upp á því núna,“ segir Ellen Calmon, formaður ÖBÍ. Hún er ein þeirra sem kemur fram á hinum nýja fundi. Meðal annarra sem koma þar fram má nefna Ragnar Þór Ingólfsson, nýkjörinn formann VR, og Gunnar Smára Egilsson, fyrrverandi ritstjóra og driffjöður í Sósíalistaflokki Íslands. Sá fundur verður einmitt stofnaður á fundinum á morgun. „Ég ætla alls ekki að tala ef þetta er sérstakur fundur Sósíalistaflokksins. ÖBÍ aðhyllist engan flokk umfram annan,“ segir Ellen. „Það gafst þarna tækifæri til að koma fram ásamt fleirum sem vilja breytingar á samfélaginu.“ Ellen segir að stór hluti öryrkja sé fólk með geðræn eða stoðkerfisvandamál sem rekja megi til of mikillar vinnu. „Ef verkalýðsforystan stæði sig í stykkinu og verði hagsmuni launafólks þá væri staðan mögulega önnur. Þess í stað vill hún frekar fara í hjónasæng með Samtökum atvinnulífsins. Við förum fram á það að hlustað verði á kröfur örorkulífeyrisþega,“ segir Ellen.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23 Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58 Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Sósíalistaflokkur Íslands formlega stofnaður á verkalýðsdaginn Gunnar Smári Egilsson, stofnandi flokksins, hefur opnað fyrir félagaskráningar. 10. apríl 2017 23:23
Sósíalistaflokkurinn byrjar með látum Gunnar Smári er vígreifur og segir aldrei hafi jafn margir gengið í stjórnmálaflokk á svo skömmum tíma. 11. apríl 2017 12:58
Oddný biður sósíalistana um að hinkra með tilraun sína "Ekki skemmta skrattanum enn einu sinni með stofnun flokks á vinstrivængnum,“ segir þingkona Samfylkingarinnar. 11. apríl 2017 14:36