Hækkunin nemur 56 milljörðum Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Óljóst er hvort launahækkanirnar komi til með að hafa áhrif á verðlag. vísir/vilhelm Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 4,5% þann 1. maí samkvæmt kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands. Samtök atvinnulífsins telja að heildarlaunagreiðslur fyrirtækja á almennum markaði á árinu 2016 hafi numið 930 milljörðum króna og gera því ráð fyrir að hækkunin nemi 42 milljörðum króna, en um 56 milljörðum króna þegar mótframlag vinnuveitenda í lífeyrissjóð er tekið með í reikninginn.Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild LandsbankansAri Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir erfitt að spá fyrir um áhrif hækkunarinnar á verðlag. „Þetta samhengi sem við þekktum að þjónusta og verð á vörum hækkaði daginn eftir launahækkun er bara ekki fyrir hendi,“ segir hann. Til útskýringa segir hann að við síðustu kjarasamninga, árið 2015, hafi verið gert ráð fyrir að launahækkunin færi beint inn í verðlagið. „En það gerðist ekki og síðan erum við búin að vera í hagkerfi sem er allt, allt öðruvísi en við höfum þekkt áður, út af gengisstyrkingunni. Það virðist vera að fyrirtækin hafi að jafnaði getað tekið launahækkanirnar síðustu tvö árin án þess að nokkuð gerðist,“ segir hann. Í aðdraganda síðustu kjarasamninga voru höfð uppi hörð varnaðarorð um áhrif kjarasamninga á verðbólguþróun. „Líkur á hagstæðu samspili lítillar innfluttrar verðbólgu og hóflegra kjarasamninga virðast nú hverfandi, enda hafa verðbólguvæntingar hækkað frá síðustu spá eftir að hafa lækkað í markmið í upphafi árs. Samkvæmt grunnspá bankans fer verðbólga yfir markmið strax í upphafi næsta árs og líklegra er að verðbólga verði meiri en spáð er en að hún verði minni,“ sagði í yfirlýsingu peningastefnunefndar hinn 15. maí 2015. Var gert ráð fyrir að verðbólga yrði ríflega 3 prósent frá miðju ári 2016 fram á fyrsta fjórðung árið 2018. Í yfirlýsingu nefndarinnar hinn 10. júní 2015, þegar búið var að skrifa undir kjarasamninga, kom síðan fram að verðbólguhorfur hefðu versnað verulega, enda hafi verið samið um mun meiri launahækkanir en gert hafði verið ráð fyrir í spá bankans. Allt frá því þetta var skrifað hefur tólf mánaða verðbólga ekki náð verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Samkvæmt mælingum Hagstofunnar fór hún hæst upp í 2,2 prósent í ágúst 2015 og september 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira