Tillögur um legu borgarlínu kynntar í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. maí 2017 21:00 Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Tillögur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um legu borgarlínu verða kynntar í haust. Borgarstjóri vonast til að geta átt viðræður við samgönguráðherra um hlut ríkisins í uppbyggingu samgöngukerfisins en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Undirbúningur sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu í uppbyggingu borgarlínu er langt á veg kominn og vonast er til að skipulag um legu samgöngukerfisins verði klárt í haust en kostnaður við uppbyggingu kerfisins er gríðarlegur. Í Morgunblaðinu í gær sagði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra að, í ljósi hve kostnaðarsöm framkvæmdin yrði. Þá teldi hann eðlilegt að einnig yrði skoðað í hvaða endurbætur á stofnbrautum mætti ráðast fyrir sömu fjárhæð og stórbæta jafnframt umferðarflæði. Áætlaður kostnaður við fyrsta áfanga er á bilinu 30-40 milljarðar og vonast er til að hægt sé að taka hann í notkun árið 2022. Sveitarfélögin gera beinlínis ráð fyrir fjárframlagi frá ríkinu en ekki er gert ráð fyrir því í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. „Þetta er eitt af því sem við höfum vakið athygli á varðandi ríkisfjármálaáætlunina. Það eru líka í umræðunni ýmis samgönguverkefni sem eru heldur ekki í ríkisfjármálaáætluninni. Ég held að samfélagið þurfi að horfast í augu við það að samgöngur kosta og ef að höfuðborgarsvæðið á að virka vel að þá þarf að fjárfesta duglega í samgöngumálum á næstu árum og borgarlínan á að vera þar efst á blaði. Það kostar sitt en það gera aðrar nauðsynlegar samgönguframkvæmdir líka." segi“ Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Dagur segir að áætlanir gerið ráð fyrir því að fjölga muni um sjötíuþúsund manns á höfuðborgarsvæðinu til ársins 2040. Í undirbúning svæðisskipulags fyrir allt svæði voru bornir saman mismunandi kostir og hverju þeir myndu skila varðandi umferðarflæði, umhverfi, loftslagsmál og lífsgæði fólks og að þá hafi borgarlínan komið best út. „Þar skoðuðum við líka að fara hefðbundna leið og bæta við mislægum gatnamótum og örðu slíku. Það er miklu dýrari leið,“ segir Dagur. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra tjáði sig um málið í stöðuuppfærslu á Facebook í gær, en þar minnti hún að að í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarflokkanna kæmi skýrt fram stefnu í samgöngumálum. Meðal annars borgarlínu. „Á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar á föstudag þar sem að sex ráðherrar kynntu sex ráðherrar markmið sín í samgöngumálum tjáðu bæði umhverfisráðherra og fjármálaráðherra sig mjög jákvætt um borgarlínuverkefnið og nú hefur sjávar- og landbúnaðarráðherra bæst í hópinn þannig að ég verð ekki var við annað en mikinn stuðning við þetta þvert á flokka,“ segir Dagur.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira