Telur Óttar skila auðu varðandi einkarekstur Snærós Sindradóttir skrifar 22. apríl 2017 07:00 Klíníkin í Ármúla rekur nú legudeild fyrir sjúklinga. Aðgerðir þar kosta ríflega milljón krónur. vísir/ernir Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan á Alþingi er ósátt við óskýr svör Óttars Proppé heilbrigðisráðherra í málefnum Klíníkurinnar. Athygli var vakin á málinu þegar landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag þar sem gagnrýnd var afstaða heilbrigðisráðuneytisins til starfsemi Klíníkurinnar. Embætti landlæknis telur rekstur fimm daga legudeildar, sambærilega þeirri sem Klíníkin rekur, þurfa rekstrarleyfi frá ráðherra en ráðuneytið telur svo ekki vera. Landlæknir telur að afstaða ráðuneytisins verði til þess að einkarekin heilbrigðisþjónusta þrífist þannig nánast ótakmarkað, meðal annars í krafti þess að sjúklingar greiði þjónustuna dýru verði.Lilja Alfreðsdóttir.vísir/stefán„Ef þetta er eitthvað málum blandið og lekur áfram yfir í einkavæðingu í sjúkrahúsþjónustu, þá er það mjög alvarlegt mál,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sem situr í velferðarnefnd Alþingis. Hann segir að skoðanamunur landlæknis og Landspítalans annars vegar og heilbrigðisráðuneytisins hins vegar hafi verið nefndarmönnum ljós. Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir málið fyrsta stóra próf ráðherrans. „Það er ekki boðlegt að ráðuneytið geti ekki gefið skýrari svör varðandi veigamikinn þátt sem varðar framtíðarmótun íslensks heilbrigðiskerfis. Pólitískt ákvörðunarvald liggur hjá ráðherranum.“Steingrímur J. Sigfússon.vísir/ernirÍ svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Eins og fram hefur komið starfar Klíníkin núna óhindrað vegna þeirrar afstöðu ráðuneytisins að ekki þurfi rekstrarleyfi til starfsins. Í Fréttablaðinu í gær sagðist framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, Hjálmar Þorsteinsson, ekki skilja bréf landlæknis öðruvísi en svo að hann vildi hefta starfsemina eða skerða hana með boðvaldi ráðherra. „Í svona stóru máli er ekki hægt að skila auðu. Ráðherrann þarf að koma vel undirbúinn inn í ríkisstjórn með svör við því hvernig hann ætlar að taka á þessu máli. Þetta er það pólitískt mál og það er eins og Landlæknisembættið sé að leita eftir leiðsögn í málinu, sá vegvísir kemur frá stjórnvöldum,“ segir Lilja. Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra sagði í útvarpsfréttum Bylgjunnar í gær að bagalegt væri að ágreiningur væri á milli ráðuneytisins og Landlæknisembættisins. „Það þarf að athuga hvort þurfi að skoða lögin og skýra. Ef það er niðurstaðan þá einhendum við okkur í það vegna þess að það er mjög mikilvægt að þetta sé skýrt,“ sagði Óttarr.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00 Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42 Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Ráðherra segir agaleysi hafa ríkt gagnvart einkarekstri Heilbrigðisráðherra segir agaleysi hafa ríkt í íslenska heilbrigðiskerfinu síðustu áratugi í garð einkarekstrar og boðar breytingar 21. apríl 2017 19:00
Landlæknir segir einkarekstur nánast stjórnlausan Útgjöld ríkisins til einkareksturs hafa aukist um 40 prósent á síðastliðnum árum, meðan þau hafa nánast staðið í stað til opinbers reksturs. 20. apríl 2017 19:42
Bagalegt að ágreiningur sé á milli landlæknis og ráðuneytisins Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra útilokar ekki að heilbrigðislögum verði breytt. 21. apríl 2017 13:15