Erlent

Þrýsta á breytingar á lögum um fóstureyðingar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mótmælendur koma saman í Dublin, höfuðborg Írlands, í byrjun mars til að mótmæla stjórnarskrárbreytingu þess efnis að líf fósturs sé metið til jafns við líf móður.
Mótmælendur koma saman í Dublin, höfuðborg Írlands, í byrjun mars til að mótmæla stjórnarskrárbreytingu þess efnis að líf fósturs sé metið til jafns við líf móður. Vísir/AFP
Nefnd skipuð níutíu og níu almennum borgurum krefst breytinga á lögum um fóstureyðingar á Írlandi. 87 prósent nefndarmanna kusu með breytingunum. The Guardian greinir frá.

Fyrir nefndinni fer hæstaréttardómarinn Mary Laffoy en hópurinn hittist í síðasta skipti í dag til að ræða málefni fóstureyðinga.

Nefndinni var fólgið að fara ofan í saumanna á lögum í stjórnarskrá Írlands en lögin veita móður og fóstri jöfn réttindi. Yfirgnæfandi meirihluti nefndarinnar vill að þessu verði breytt. Helgin verður nýtt í frekari atkvæðagreiðslur, sem skera eiga úr um það hvernig breytinginum verður hagað.

Breytt lög um fóstureyðingar á Írlandi tóku síðast gildi árið 2014 en eins og staðan er núna mega konur þar í landi aðeins fara í fóstureyðingu sé lífi þeirra ógnað.

Þá hafa herferðir um frekari umbætur í þessum málum fengið æ sterkari hljómgrunn upp á síðkastið en írskar konur vilja að fóstureyðingar verði einnig leyfðar þegar um nauðgun eða sifjaspell er að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×