UKIP lofar búrkubanni Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. apríl 2017 10:04 Paul Nuttal, leiðtogi breska stjórnmálaflokksins UKIP, situr fyrir aftan fyrrverandi leiðtogann, Nigel Farage, á Evrópuþinginu í Strasbourg í byrjun apríl. Vísir/Getty Breski stjórnmálaflokkurinn UKIP heitir því að banna búrkur í nýrri stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta sagði leiðtogi flokksins, Paul Nuttal, í viðtali í þætti á BBC. Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Nuttal sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, eða niqab, sem hylja allt andlitið nema augun, á almannafæri væri ógn við öryggi og kæmi í veg fyrir samþættingu múslima inn í breskt samfélag. Hann sagði að þær konur sem brytu búrku-lögin yrðu sektaðar. Þá hefur UKIP einnig lofað því að banna sharia-lög. „Öryggisógnin er á hærra stigi en venjulega um þessar mundir og til þess að öryggismyndavélar nái að gegna hlutverki sínu verðum við að geta séð framan í fólk,“ sagði Nuttel. „Þetta yrði í takt við það sem er að gerast í öðrum Evrópulöndum á borð við Belgíu, Búlgaríu – það er meira að segja búrkubann í Barcelona, á sumum stöðum á Ítalíu og, einmitt, Angela Merkel er að tala um þetta í Þýskalandi í augnablikinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem UKIP leggur til búrkubann en þáverandi leiðtogi flokksins, Nigel Farage, lagði eitt slíkt fram árið 2010. Síðan hafði flokkurinn hætt við tillöguna og hún birtist ekki í stefnuyfirlýsingu hans árið 2015. Slæður sem hylja allt andlitið eru nú þegar bannaðar á almannafæri í sumum Evrópulöndum, þ.á.m. í Frakklandi, þar sem forsetakosningar eru haldnar í dag. Erlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Breski stjórnmálaflokkurinn UKIP heitir því að banna búrkur í nýrri stefnuyfirlýsingu sinni. Þetta sagði leiðtogi flokksins, Paul Nuttal, í viðtali í þætti á BBC. Búrkur eru trúar- og menningarlegur klæðnaður kvenna innan íslam. Nuttal sagði að það að klæðast búrkum, sem hylja allt andlitið, eða niqab, sem hylja allt andlitið nema augun, á almannafæri væri ógn við öryggi og kæmi í veg fyrir samþættingu múslima inn í breskt samfélag. Hann sagði að þær konur sem brytu búrku-lögin yrðu sektaðar. Þá hefur UKIP einnig lofað því að banna sharia-lög. „Öryggisógnin er á hærra stigi en venjulega um þessar mundir og til þess að öryggismyndavélar nái að gegna hlutverki sínu verðum við að geta séð framan í fólk,“ sagði Nuttel. „Þetta yrði í takt við það sem er að gerast í öðrum Evrópulöndum á borð við Belgíu, Búlgaríu – það er meira að segja búrkubann í Barcelona, á sumum stöðum á Ítalíu og, einmitt, Angela Merkel er að tala um þetta í Þýskalandi í augnablikinu.“ Þetta er ekki í fyrsta skipti sem UKIP leggur til búrkubann en þáverandi leiðtogi flokksins, Nigel Farage, lagði eitt slíkt fram árið 2010. Síðan hafði flokkurinn hætt við tillöguna og hún birtist ekki í stefnuyfirlýsingu hans árið 2015. Slæður sem hylja allt andlitið eru nú þegar bannaðar á almannafæri í sumum Evrópulöndum, þ.á.m. í Frakklandi, þar sem forsetakosningar eru haldnar í dag.
Erlent Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Fleiri fréttir Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“