Hefur áhyggjur af stöðu sjúkraflutninga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. apríl 2017 12:00 Frá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Akureyri. Vísir/Pjetur Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands hefur áhyggjur af þeirri stöðu sem komin er upp í sjúkraflutningum á Blönduósi en fimm af sjö sjúkraflutningamönnum sem þar starfa hafa sagt upp störfum vegna vanefnda ríkisins við endurskoðun kjarasamninga. Fréttastofan greindi fyrst frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að samninganefnd Fjármála- og efnahagsráðuneytisins hafi dregið að ljúka við endurskoðun kjarasamninga hlutastarfandi sjúkraflutningamanna á landsbyggðinni. Samningur um þetta var undirritaður á milli ráðuneytisins og Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna um miðjan desember 2015 og áttu vinnu við nýja kjarasamning og úttekt á starfseminni að vera lokið í desember á síðasta ári. Stefnt var á að hlutastarfandi sjúkraflutningamenn myndu fá nýja kjarasamning um síðustu áramót. Lítið hefur þokast í málinu og sögðu fimm að sjö sjúkraflutningamönnum á Blönduósi upp störfum vegna vanefnda ríkisins Jón Helgi Björnsson er forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands sem sér um rekstur sjúkraflutninganna á Blönduósi. „Auðvitað höfum við áhyggjur af því og þykir það leitt að það sé komið upp,“ segir Jón Helgi.Vonast eftir samningi sem fyrst Uppsagnarfrestur sjúkraflutningamannanna á Blönduósi er aðeins tuttugu og átta dagar þrátt fyrir margra ára starf í faginu. „Ég hef svona ákveðinn skilning á því, út af því hvað þetta mál hefur dregið. Ég hef skilning á því að menn séu orðnir óánægðir með þá stöðu. Ég vonast bara til þess að þessir samningar líti dagsins ljós sem fyrst. Mér skilst nú reyndar að það sé að klárast ákveðin vinna hjá þeim. Að það verði skil á skýrslu um þessi mál núna um mánaðamótin. Ég vonast bara til þess að menn skveri sig bara í það að klára þessa samninga.“ Víða um land starfa eru starfandi sjúkraflutningamenn samhliða öðru aðalstarfi. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa sumir þeirra betri kjör vegna bakvakta og annarra réttinda þar sem þeir eru á öðrum samningum en eru í gildi hjá Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. „Það er þannig að þegar að stofnunin sameinaðist í eina stofnun þá voru menn á mismunandi kjörum. Þannig að það er meiri breytileiki en bara þarna. Menn hafa verið að bíða eftir því að það yrði gerður einn samræmdur samningur og til þess að geta þá samræmt kjörin. Þetta er mjög aðkallandi að það verði gengið frá samningi,“ sagði Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands.
Heilbrigðismál Mest lesið Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Innlent „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Innlent Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Innlent Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Fleiri fréttir „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi Sjá meira