Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. apríl 2017 11:45 Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum. Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið. Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra. Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma. Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum. Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið. Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra. Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma. Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun