Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 28. apríl 2017 11:45 Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum. Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið. Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra. Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma. Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við upphaf staðgreiðslu árið 1998 var ekki greiddur tekjuskattur af lífeyri, tekjutryggingu og heimilisuppbót. Auk þess gátu lífeyrisþegar ráðstafað hluta af persónuafslætti sínum á móti öðrum tekjum, s.s. lífeyrissjóðstekjum. Í dag greiða lífeyrisþegar nærri 30 þúsund króna skatt af þessum sömu tekjum. Árum saman hafa skattleysismörk hækkað minna en laun og jafnvel minna en verðlag hjá lágtekjufólki, hvort heldur það er með lífeyri, bætur eða laun sér til framfærslu. Hér er ekkert annað á ferðinni en fáránleg hækkun skatta, sem lendir verst á eldri borgurum, veiku og slösuðu fólki og láglaunafólki. Í dag er persónuafslátturinn 52.907 krónur á mánuði. Ef hann er uppreiknaður frá árinu 1988 í samræmi við hækkun launavísitölu, þá væri hann rúmar 103 þúsund krónur á mánuði. Í dag ætti fólk að hafa 280 þúsund krónur á mánuði að lágmarki skattfrjálst, ef rétt hefði verið gefið. Skattleysismörk eru mjög mikilvæg fyrir lífeyrisþega, en þau skipta hátekjufólk hins vegar litlu eða engu máli. Skattleysismörkin eru 80-100% af tekjum lífeyrisþega en einungis um 10% af tekjum þingmanna, um 6% hjá ráðherrum og bara um 3% af tekjum forstjóra. Ef lífeyrisþegar fá tekjur annars staðar frá s.s. laun, lífeyrissjóð eða skattskylda styrki, þá hefur það iðulega þau áhrif að tekjur þeirra frá Tryggingastofnun skerðast. Tekjuskerðingar geta verið 100% af tekjum fyrir skatt. Slíkt er í raun ekkert annað en vondur skattur, sem dregur úr hvata til vinnu og veldur ekki bara aukinni fátækt, heldur leiðir einnig til sárafátæktar. Mörg tekjuviðmið hafa staðið í stað árum saman sem veldur því að tekjuskerðingarnar hafa aukist. Sem dæmi hefur frítekjumark vegna atvinnutekna verið óbreytt frá árinu 2009 en launavísitalan hækkað um 67% á sama tíma. Við hvetjum þig til að ganga eða rúlla með okkur í göngunni 1. maí til að vekja athygli á kröfunni um að kjör örorkulífeyrisþega verði verulega bætt. Fátækt útilokar fólk frá samfélaginu.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar