Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. apríl 2017 14:27 Thomas Møller Olsen tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag. Hann lýsti yfir sakleysi sínu í báðum ákæruliðum. vísir/vilhelm Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Thomasar Møller Olsen til stórfellds fíkniefnalagabrots sem hann er ákærður fyrir, hafa komið sér nokkuð á óvart. Thomas, sem hefur játað brotið í yfirheyrslum lögreglu, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að væntanlega muni breytt afstaða mannsins skýrast við aðalmeðferð málsins, sem mun að öllum líkindum fara fram í næsta eða þarnæsta mánuði. Hún lagði fram ýmis gögn í málinu, meðal annars símagögn og geðheilbrigðisrannsókn.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði í dag fram ný gögn í málinu; símagögn og geðheilbrigðisrannsókn yfir Thomasi. Vísir/ValgarðurÞá fór verjandi Thomasar fram á frest til þess að kynna sér gögnin og sagðist í framhaldinu ætla að meta það hvort hann skili inn greinargerð í málinu. Var fresturinn ákveðinn tvær vikur.Huldi andlit sitt Thomas Møller sætir ákæru fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot en rúmlega 23 kíló af kannabisefnum fundust í káetu sem hann hafði til umráða í togaranum Polar Nanoq. Hann tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag þar sem hann neitaði sök í báðum ákæruliðum. Thomas huldi andlit sitt undir teppi þegar lögreglumenn leiddu hann inn í dómsal klukkan 13 í dag. Hann tók teppið svo af sér þegar dómarinn gekk inn í salinn. Með honum var danskur túlkur sem túlkaði það sem fram fór í salnum. Þinghaldið var um það bil fimmtán mínútna langt. Thomas er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið þann 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna hlaut af þessu höggáverka á andliti og höfði, auk þess sem hún nefbrotnaði, að því er segir í ákærunni. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Thomasar Møller Olsen til stórfellds fíkniefnalagabrots sem hann er ákærður fyrir, hafa komið sér nokkuð á óvart. Thomas, sem hefur játað brotið í yfirheyrslum lögreglu, lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Kolbrún segir í samtali við fréttastofu að væntanlega muni breytt afstaða mannsins skýrast við aðalmeðferð málsins, sem mun að öllum líkindum fara fram í næsta eða þarnæsta mánuði. Hún lagði fram ýmis gögn í málinu, meðal annars símagögn og geðheilbrigðisrannsókn.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari lagði í dag fram ný gögn í málinu; símagögn og geðheilbrigðisrannsókn yfir Thomasi. Vísir/ValgarðurÞá fór verjandi Thomasar fram á frest til þess að kynna sér gögnin og sagðist í framhaldinu ætla að meta það hvort hann skili inn greinargerð í málinu. Var fresturinn ákveðinn tvær vikur.Huldi andlit sitt Thomas Møller sætir ákæru fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og stórfellt fíkniefnalagabrot en rúmlega 23 kíló af kannabisefnum fundust í káetu sem hann hafði til umráða í togaranum Polar Nanoq. Hann tók formlega afstöðu til ákærunnar í dag þar sem hann neitaði sök í báðum ákæruliðum. Thomas huldi andlit sitt undir teppi þegar lögreglumenn leiddu hann inn í dómsal klukkan 13 í dag. Hann tók teppið svo af sér þegar dómarinn gekk inn í salinn. Með honum var danskur túlkur sem túlkaði það sem fram fór í salnum. Þinghaldið var um það bil fimmtán mínútna langt. Thomas er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar í rauðri Kia Rio bifreið þann 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Birna hlaut af þessu höggáverka á andliti og höfði, auk þess sem hún nefbrotnaði, að því er segir í ákærunni.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15