Urðu skelfingu lostin þegar ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum Nadine Guðrún Yaghi og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 10. apríl 2017 21:02 Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir voru stödd á vespu í Laugardalnum þegar atvikið átti sér stað og lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvað gerðist. „Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már. „Bílar mega ekki vera hérna þannig að okkur fannst þetta mjög skrýtið og þeir brunuðu á móti okkur. Við drifum okkur því hingað en þeir stoppuðu ekki heldur beygðu áfram og eltu okkur,“ sagði Silvía Rose. Þau Guðjón óttuðust um líf sitt og sögðust vera í sjokki. „Þegar við vorum komin aðeins lengra þá var ég að leita að öllum leiðum til að komast út af þessum göngustíg.“ Silvía og Guðjón þekkja ekki mennina sem voru á bílnum. „Við vitum ekkert hverjir þetta eru,“ sagði Silvía. Lögreglan kom á staðinn og segir Silvía að lögreglan ætli að kíkja í öryggismyndavélar þar sem bílnúmerið gæti hafa náðst á eina slíka. Gunnar Víking Ólafsson, faðir Silvíu, segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu í málinu. Svo virðist sem það sé ekki í neinum forgangi þrátt fyrir að ökumaður bílsins hafi að sögn barnanna keyrt á fullri ferð í áttina að þeim. Eftir því sem fréttastofa kemst næst skoðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna þess.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tveir fimmtán ára unglingar voru skelfingu losnir eftir að ökumaður keyrði hratt á eftir þeim á göngustíg í Laugardalnum í Reykjavík síðdegis í dag. Krakkarnir voru á vespu þegar þau segja tvo menn í svartri Opel Astru-bifreið hafa komið á fullri ferð í átt að þeim. Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir voru stödd á vespu í Laugardalnum þegar atvikið átti sér stað og lýstu því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvað gerðist. „Ég sá síðan að hann gaf allt í botn og það kom reykur og bíllinn hristist. Það er hægt að sjá hérna bílfar þar sem hann fór á fleygiferð hérna inn,“ sagði Guðjón Már. „Bílar mega ekki vera hérna þannig að okkur fannst þetta mjög skrýtið og þeir brunuðu á móti okkur. Við drifum okkur því hingað en þeir stoppuðu ekki heldur beygðu áfram og eltu okkur,“ sagði Silvía Rose. Þau Guðjón óttuðust um líf sitt og sögðust vera í sjokki. „Þegar við vorum komin aðeins lengra þá var ég að leita að öllum leiðum til að komast út af þessum göngustíg.“ Silvía og Guðjón þekkja ekki mennina sem voru á bílnum. „Við vitum ekkert hverjir þetta eru,“ sagði Silvía. Lögreglan kom á staðinn og segir Silvía að lögreglan ætli að kíkja í öryggismyndavélar þar sem bílnúmerið gæti hafa náðst á eina slíka. Gunnar Víking Ólafsson, faðir Silvíu, segir í samtali við Vísi að hann sé ekki sáttur við vinnubrögð lögreglu í málinu. Svo virðist sem það sé ekki í neinum forgangi þrátt fyrir að ökumaður bílsins hafi að sögn barnanna keyrt á fullri ferð í áttina að þeim. Eftir því sem fréttastofa kemst næst skoðar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu nú málið en ekki hafa fengist upplýsingar um hvort einhver hafi verið handtekinn vegna þess.Frétt Stöðvar 2 um málið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira