Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Sæunn Gísladóttir skrifar 11. apríl 2017 06:00 Thomas Möller Olsen lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. vísir/vilhelm Thomas Møller Olsen neitaði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Þingfestingin fór fram klukkan eitt og sátu fréttamenn stærstu fjölmiðla landsins hana. Møller Olsen kom hulinn inn í salinn og tók ekki af sér teppið fyrr en dómarinn mætti. Þegar hann var beðinn að svara fyrir brot sín sagði hann á dönsku, ég er saklaus. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hann neitaði bæði manndrápsákærunni sem og stórfelldu fíkniefnalagabroti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Møllers Olsens til fíkniefnalagabrotsins hafa komið sér nokkuð á óvart en hann hafði játað brotið í yfirheyrslum lögreglu. Møller Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Á þingfestingunni mótmælti hann bótakröfum foreldra Birnu, sem fara fram á rúmar 10 milljónir hvort, með vísan til afstöðu sinnar.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Mynd/AðsendKolbrún Benediktsdóttir hefur sagt að aðalmeðferð málsins gæti farið fram í maí. Ef Møller Olsen verður fundinn sekur þá gæti hann fengið meira en 16 ára fangelsisdóm. „Fyrir það fyrsta er hámarksrefsingin fyrir manndrápsbrot lífstíðarfangelsi. Þannig að það er hægt að dæma í lífstíðarfangelsi, en það eru engin fordæmi fyrir því,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti. „Það er einnig hægt að nota heimild í 79. grein hegningarlaga. Þar kemur fram að ef lög heimila aukna refsingu við broti, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að dæma í allt að 20 ára fangelsi. Þegar um brotasamsteypu er að ræða þá er hægt að nota reglu um brotasamsteypu og heimila að dæma í lengra fangelsi. Það hefur verið nýtt.“ Hann segir ekki hægt að leggja mat á það hvort Møller Olsen muni fá meira en 16 ár. Sextán ár sé líkleg niðurstaða fyrir manndrápið. „En sé um alvarlegt hegningarlagabrot að ræða og annað stórfellt brot og sakfellt er fyrir þau bæði er heimilt að dæma í allt að 20 ára fangelsi.“ Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Thomas Møller Olsen neitaði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Þingfestingin fór fram klukkan eitt og sátu fréttamenn stærstu fjölmiðla landsins hana. Møller Olsen kom hulinn inn í salinn og tók ekki af sér teppið fyrr en dómarinn mætti. Þegar hann var beðinn að svara fyrir brot sín sagði hann á dönsku, ég er saklaus. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hann neitaði bæði manndrápsákærunni sem og stórfelldu fíkniefnalagabroti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Møllers Olsens til fíkniefnalagabrotsins hafa komið sér nokkuð á óvart en hann hafði játað brotið í yfirheyrslum lögreglu. Møller Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Á þingfestingunni mótmælti hann bótakröfum foreldra Birnu, sem fara fram á rúmar 10 milljónir hvort, með vísan til afstöðu sinnar.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Mynd/AðsendKolbrún Benediktsdóttir hefur sagt að aðalmeðferð málsins gæti farið fram í maí. Ef Møller Olsen verður fundinn sekur þá gæti hann fengið meira en 16 ára fangelsisdóm. „Fyrir það fyrsta er hámarksrefsingin fyrir manndrápsbrot lífstíðarfangelsi. Þannig að það er hægt að dæma í lífstíðarfangelsi, en það eru engin fordæmi fyrir því,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti. „Það er einnig hægt að nota heimild í 79. grein hegningarlaga. Þar kemur fram að ef lög heimila aukna refsingu við broti, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að dæma í allt að 20 ára fangelsi. Þegar um brotasamsteypu er að ræða þá er hægt að nota reglu um brotasamsteypu og heimila að dæma í lengra fangelsi. Það hefur verið nýtt.“ Hann segir ekki hægt að leggja mat á það hvort Møller Olsen muni fá meira en 16 ár. Sextán ár sé líkleg niðurstaða fyrir manndrápið. „En sé um alvarlegt hegningarlagabrot að ræða og annað stórfellt brot og sakfellt er fyrir þau bæði er heimilt að dæma í allt að 20 ára fangelsi.“
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15