Mikilvægt að styrkja lögreglu á landsbyggðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Vilhjálmur Árnason var í lögreglunni áður en hann tók sæti á Alþingi. Vísir/Anton Brink „Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
„Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Sjá meira
Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00