Körfubolti

Stjörnur Cleveland sáu um Indiana

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. vísir/getty
Cleveland Cavaliers og San Antonio Spurs eru komin í 2-0 í einvígjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir leiki dagsins.

LeBron James, Kyrie Irving og Kevin Love skoruðu 89 af 117 stigum Cleveland sem lagði Indiana í annað sinn.

Irving var með 37 stig, James með 25 (10 fráköst), og Love skoraði 27 stig og tók 11 fráköst. Paul George atkvæðamestur í liði Pacers með 32 stig.

Kawhi Leonard, leikmaður San Antonio Spurs, setti persónulegt met er hann skoraði 37 stig í sigri á Memphis. Hann bætti við 11 fráköstum.

Tony Parker skoraði 15 stig fyrir Spurs og Danny Green 11. Spurs var með 19 stiga forskot í hálfleik og leit aldrei til baka.

Úrslit:

Cleveland-Indiana  117-111

San Antonio-Memphis  96-82

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×