Ætlaði að endurheimta bíl en fékk 20 sentimetra skurð á háls Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2017 16:03 Hinn kærði neitar sök en þrjú vitni til viðbótar við brotaþola og vinkonu hans staðfesta árásina. Vísir/getty Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra. Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Karlmanni hefur verið gert að sæta gæsluvarðhaldi til 10. maí á grundvelli almannahagsmuna. Maðurinn er grunaður um tilraun til manndráps eða alvarlega líkamsárás á höfuðborgarsvæðinu þann 8. mars síðastliðinn. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi fyrstu vikuna eftir árásina á grundvelli rannsóknarhagsmuna en hefur síðan verið í fangelsi á grundvelli almannahagsmuna.Í greinargerð lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning hafi borist lögreglu frá manni sem hafði flúið inn á veitingastað í borginni og óskað eftir aðstoð. Lýsti hann því hvernig kærði hefði skömmu áður ráðist á hann að tilefnislausu, vopnaður hnífi. Langur skurður var sjáanlegur á hálsi mannsins. Við komu á slysadeild hafi brotaþoli reynst með 20 cm skurð sem teygði sig frá vinstri kjálka niður hálsinn vinstra megin aftanvert og hafi skurðurinn verið gapandi á 5-6 cm svæði fyrir neðan eyra.Ætlaði að endurheimta bíl Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist maðurinn hafa ætlað að sækja bílinn sinn til kærða sem hafði tekið hann af honum. Fór hann að hitta kærða sem var sofandi þegar hann mætti. Stúlka sem var í íbúðinni hafi hleypt manninum inn, hann sest í sófa og beðið eftir kærða. Kærði hafi svo ráðist á manninn án fyrirvara, skorið á háls með hnífi og ógnað annarri stúlku sem var í för með manninum. Þau flýðu undan árásarmanninum og á veitingahúsið þar sem óskað var eftir lögreglu. Þrír aðilar voru vitni að atvikinu og hefur lögregla rætt við þá. Þeim ber öllum saman um að kærði hafi komið fram og án nokkurrar ástæðu ráðist á manninn, skorið á háls og í framhaldi hótað því að ráðast á stúlkuna. Hún hafi því flúið með brotaþola út úr húsnæðinu. Í framburði annars vitnis komi fram að kærði hafi, áður en hann fór inn í stofuna þar sem brotaþoli hafi verið, talað um að hann hygðist drepa brotaþola og stúlkuna sem með honum hafi verið.Neitar að hafa ráðist á manninn Kærði kannast við að hafa hitt brotaþola umrætt sinn og að hafa rekið hann út úr húsinu. Hann neitar því þó að hafa ráðist á manninn og valdið áverkunum á hálsi. Rannsókn málsins hjá lögreglu er lokið og verður það sent Héraðssaksóknara á næstu dögum. Er það mat lögreglustjóra að brotið sé þess eðlis að nauðsynlegt sé að hann gangi ekki laus meðan málið er til meðferðar. Brot hans geti varðað fangelsi allt að sextán árum. Féllust bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur á að sterkur grunur væri á því að kærði hefði ráðist á manninn með fyrrnefndum afleiðingum. Var fallist á kröfu lögreglustjóra.
Dómsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent