Sextán ára fangelsi nær alltaf niðurstaðan í manndrápsmálum Ásgeir Erlendsson skrifar 19. apríl 2017 21:35 Lektor í refsirétti segir að ef miðað er við dómaframkvæmd í manndrápsmálum hér á landi á undanförnum árum skipti engu hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. Sextán ára fangelsi sé nær alltaf niðurstaðan, óháð því hvort viðkomandi veiti aðstoð við að upplýsa málið eða ekki. Játning hefur legið fyrir í meirihluta manndrápsmála sem sakfellt hefur verið fyrir hér á landi á undanförnum áratugum. Þó eru nokkur mál sem komið hafa til kasta dómstóla á síðustu árum þar sem sakborningur neitar sök líkt og Thomas Möller Olsen sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur hefur gert . Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef horft er til dómaframkvæmdar manndrápsmála skipti engu hvort viðkomandi sé samvinnufús og játar brot sitt eða neitar sakargiftum, þegar kemur að ákvörðun refsingar. „Meginreglan er sú að ef það eru ekki einhver sérstök refsilækkunarsjónarmið sem koma til álita þá er dæmt sextán ára fangelsi og játning og einhver aðstoð myndu teljast til málsbóta.“ Engin umbun sé veitt fyrir að greiða fyrir rannsókn slíkra mála.Væri æskilegra að það væri möguleiki á að menn myndu fá einhvers konar umbun fyrir það að vera samvinnuþýðir við rannsókn slíkra mála eða ætti það alls ekkert við? „Það á náttúrulega að taka það sérstaklega til í niðurstöðu dómsins. En það er yfirleitt svo að þá eru aðrar refsiákvörðunarástæður sem koma einnig til skoðunar, og þá yfirleitt til þyngingar. Þær vegast því út. Þetta er því bara eðlileg framkvæmd,“ segir Jón Þór. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Lektor í refsirétti segir að ef miðað er við dómaframkvæmd í manndrápsmálum hér á landi á undanförnum árum skipti engu hvort játning liggi fyrir eða hvort sakborningar séu samvinnuþýðir þegar refsing þeirra er ákveðin. Sextán ára fangelsi sé nær alltaf niðurstaðan, óháð því hvort viðkomandi veiti aðstoð við að upplýsa málið eða ekki. Játning hefur legið fyrir í meirihluta manndrápsmála sem sakfellt hefur verið fyrir hér á landi á undanförnum áratugum. Þó eru nokkur mál sem komið hafa til kasta dómstóla á síðustu árum þar sem sakborningur neitar sök líkt og Thomas Möller Olsen sem ákærður er fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur hefur gert . Jón Þór Ólason, lektor í refsirétti, segir að ef horft er til dómaframkvæmdar manndrápsmála skipti engu hvort viðkomandi sé samvinnufús og játar brot sitt eða neitar sakargiftum, þegar kemur að ákvörðun refsingar. „Meginreglan er sú að ef það eru ekki einhver sérstök refsilækkunarsjónarmið sem koma til álita þá er dæmt sextán ára fangelsi og játning og einhver aðstoð myndu teljast til málsbóta.“ Engin umbun sé veitt fyrir að greiða fyrir rannsókn slíkra mála.Væri æskilegra að það væri möguleiki á að menn myndu fá einhvers konar umbun fyrir það að vera samvinnuþýðir við rannsókn slíkra mála eða ætti það alls ekkert við? „Það á náttúrulega að taka það sérstaklega til í niðurstöðu dómsins. En það er yfirleitt svo að þá eru aðrar refsiákvörðunarástæður sem koma einnig til skoðunar, og þá yfirleitt til þyngingar. Þær vegast því út. Þetta er því bara eðlileg framkvæmd,“ segir Jón Þór.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira