Vill hægja á útgáfum leyfa til laxeldis meðan stefnan er mótuð Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 21:00 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar. Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vill að hægt verði á útgáfu nýrra leyfa til sjókvíalaxeldis þangað til skýrsla um framtíðarstefnu í greininni liggur fyrir. Blóðsýking sem kom upp í sjókvíalaxeldi í Færeyjum þurrkaði út 63 milljarða króna verðmæti í kauphöllinni í Osló vegna verðfalls á fyrirtækjum sem rækta lax í sjó. Sú staðreynd að engin stefna hefur verið mótuð af hálfu stjórnvalda þegar ræktun á laxi í sjó er annars vegar þýðir að landið hefur í reynd verið stefnulaust í málaflokknum. Blóðsýkingin í Færeyjum var í sjókvíalaxeldiskerjum svipuðum eða alveg eins og þeim sem notuð eru við Íslandsstrendur af fyrirtækjum eins og Arnarlaxi. Hitastig sjávar er miklu lægra í kringum Færeyjar og aðstæður þar því frábrugðnar. Bakkafrost er stærsta laxeldisfyrirtæki færeyja en fyrirtækið rekur kerin þar sem sýkingin kom upp. Móðurfélag Bakkafrosts er skráð í norsku kauphöllinni og síðan fyrst var greint frá veikindunum í laxinum hefur markaðsverðmæti þess félags lækkað um 4,8 milljarða norskra króna, jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðin undirstrikar vel hversu alvarlegt mál er hér á ferðinni. Markaðurinn í Noregi er að veðja gegn sjókvíalaxeldi vegna sýkingarinnar sem kom upp í Færeyjum. Útgáfa leyfa til sjókvíalaxeldis hefur færst í vöxt á síðustu árum á Íslandi. Uppgangur laxeldis hefur skapað togstreitu og ágreining á milli sjókvíalaxeldisfyrirtækjanna, Matvælastofnunar sem gefur út leyfin, og svo eigenda veiðihlunninda í ám og vötnum sem telja að sjókvíalaxeldi sé mikil ógn við villta fiska. Í ljósi þess hversu hættuleg blóðsýkingin er má spyrja hvort einhver hætta sé á því að slík sýking komi upp hér á landi. „Laxeldi er matvælaframleiðsla og sú framleiðsla á Íslandi getur væntanlega búist við svipuðum áskorunum og tækifærum og annarstaðar í heiminum. ISA hefur hins vegar ekki verið vandamál á Íslandi,“ segir Víkingur Gunnarsson hjá Arnarlaxi hf. í svari við skriflegri fyrirspurn Stöðvar 2. „Eðlilega hef ég áhyggjur af því. Við verðum að gæta mikillar varúðar við að byggja upp fiskeldi. Við ætlum að gera þetta, þetta er atvinnugrein sem er komin til að vera en við verðum að fara okkur hægt,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hefur verið einhver stefna hjá ríkinu varðandi útgáfu leyfa til þess að rækta lax í sjó? „Kannski ekki sterk stefna, nei. Það er svolítið kapphlaup um þessi leyfi. Ég hef sagt ótvírætt við laxeldismenn að þeir verði að fara varlega. Menn verða að fara varlega þegar þeir hugsa um frekari uppbyggingu. Ég tel þess vegna brýnt að nefndin skili í sumar, sem fyrst, sínum niðurstöðum svo ég geti með haustinu kynnt nýja stefnu að laxeldismálum hér á landi.“ Þorgerður er þarna að vísa til nefndar sem Gunnar Bragi Sveinsson forveri hennar skipaði til að móta framtíðarstefnu um sjókvíalaxeldi. Nefndin á að skila niðurstöðum í byrjun ágúst ef allt gengur eftir. „Ég leyni því ekki að ég vil, meðan að nefndin er að störfum, að menn hægi á þessum umsóknum sínum þangað til að við erum komin með skýra stefnu í laxeldis- og fiskeldismálum. Þar hef ég dregið fram að við verðum að taka mjög ríka afstöðu með lífríkinu, nátturunni og umhverfinu. Og ég tel að hægt sé að samræma þessi atriði,“ segir Þorgerður. Tengt efni: Dýralæknir fiskisjúkdóma hjá MAST hefur persónulegan hag af vexti laxeldisHvernig virkar laxeldi? Og hvernig er umhorfs í sjókvíum? Sjá mynd Alexöndru Morton hér neðar.
Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira