Vill aukna gjaldtöku í ferðaþjónustu frekar en skattahækkun á greinina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. apríl 2017 10:30 Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. vísir/ernir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. Slík gjaldtaka sé til þess fallin að bæta skipulag á fjölsóttum ferðamannastöðum sem og að bæta álagsstýringu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis í gær sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, að slík stýring þyrfti ekki endilega að snúast um gjaldtöku. Bílastæðagjöld gætu verið hluti af álagsstýringu en einnig sérleyfi eða einhvers konar fyrirframskráning. Þá gæti landvarsla haft mikið að segja sem og skipulag og umferðarstýring á gönguleiðum. Það væri hins vegar fyrst og fremst í verkahring ábyrgðar-og umsjónaraðila hvers svæðis að móta hvernig aðgangs-og álagsstýringu væri best háttað á hverjum stað.Sjá einnig: Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepliHelga segir að þó að fjölgun ferðamanna sjáist vel í Reykjavík þá sé staðan ekki sú sama á landsbyggðinni og tækifærin í ferðaþjónustu liggi því þar.vísir/gvaFyrir liggur að stjórnvöld hyggjast færa ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskatts en flestar greinar ferðaþjónustu eru nú í lægra þrepinu, það er í 11 prósentum. Þann 1. júlí 2018 er breytingunni hins vegar ætlað að taka gildi og mun ferðaþjónustan þá greiða 24 prósenta virðisaukaskatt. Þann 1. janúar 2019 mun skattþrepið svo fara niður í 22,5 prósent en þessi skattahækkun á greinar ferðaþjónustunnar hefur mætt mikilli andstöðu frá fólki innan greinarinnar. „Við höfum viljað taka ábyrgð og koma með stjórnvöldum í þá vegferð að tryggja auknar tekjur í gegnum ýmsa virðisaukandi þjónustu sem á sama tíma myndi tryggja uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum en svo eiginlega fallast manni hendur vegna þessarar ætluðu skattahækkunar sem er ákvörðun sem tekin er af stjórnvöldum án nokkurs samráðs né greiningar á afleiðingum þessa á fyrirtækin um land allt,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ekki æskilegt að setja upp gjaldhlið um landið Hún segir mun vænlegra að taka umræðuna um aukna gjaldtöku frekar en að ferðaþjónustan greiði enn hærri skatt. „Með því erum við að tryggja aukið skipulag, álagsstýringu og mun betra flæði um landið því það er stóra áskorunin okkar núna að ná betra flæði um landið. Þó svo að margir telji álagið mikið í Reykajvík er staðan langt frá því að vera sú sama á landsbyggðinni. Þar liggja tækifærin fyrst og síðast, en með áætunum ríkisstjórnarinnar er verið að stefna þeim í hættu,“ segir Helga.Helga segir að skattpíning sé ekki rétta leiðin til þess að byggja upp ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún telji æskilegt að sett verði upp gjaldhlið um landið og rukkað inn á hvern stað fyrir sig, eins og gert er til að mynda við Kerið og áformað er að gera við Helgafell á Snæfellsnesi, segir hún svo ekki vera. „Nei, og það sýna allar kannanir að það sem gerir Ísland sérstakt er þetta frjálsa flæði og eins tel ég það vera það sem við Íslendingar viljum búa við og höfum reyndar gert frá örófi alda. Það er því mikilvægt að halda í þá ímynd og sérstöðu og þá er miklu vænlegra að horfa til þess að tryggja greiðslu fyrir virðisaukandi þjónustu því það er það sem viðskiptavinurinn er tilbúinn til að borga fyrir. Það er skilvirk og einföld leið og skilar sér líka í bættri upplifun ferðamannsins,“ segir Helga og bætir við að menn eigi að skoða málið heildstætt.Segir skattpíningu ekki leiðina til að byggja upp ferðaþjónustu til framtíðar „Ef þú ætlar að byggja upp ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi og ná markmiðum um dreifingu, álagsstýringu, sjálfbærni og annað þá er skattpíning og aukið flækjustig ekki leiðin. Staðreyndin er sú að það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu fyrirtækjanna vegna tugprósenta högga í formi gengisstyrkingar og kostnaðarukningar. Fyrirtækin verða að geta byggt upp til að geta skilað sínu til ríkisins“ En ef farið yrði í gjaldtöku með einhverjum hætti hvað ætti þá að gera við tekjurnar? Ætti peningurinn að verða eftir á staðnum til uppbyggingar? „Já, að stærstum hluta tel ég að fjármunirnir ættu að verða eftir á hverjum stað en á sama tíma þyrfti að tryggja uppbyggingu nýrra segla um allt land. Slíkt styður enn frekar við álagsdreifingu og eflir enn frekar byggðir hringinn í kringum landið,“ segir Helga.Nánar verður fjallað um gjaldtöku á ferðamannastöðum hér á Vísi næstu daga. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, vill að stjórnvöld hverfi frá fyrirætlunum sínum um að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustufyrirtæki en haldi hins vegar áfram þeirri vinnu með atvinnugreininni að taka gjald fyrir virðisaukandi þjónustu, til dæmis bílastæðagjöld og salernisgjald, á ferðamannastöðum um landið. Slík gjaldtaka sé til þess fallin að bæta skipulag á fjölsóttum ferðamannastöðum sem og að bæta álagsstýringu. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis í gær sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, að slík stýring þyrfti ekki endilega að snúast um gjaldtöku. Bílastæðagjöld gætu verið hluti af álagsstýringu en einnig sérleyfi eða einhvers konar fyrirframskráning. Þá gæti landvarsla haft mikið að segja sem og skipulag og umferðarstýring á gönguleiðum. Það væri hins vegar fyrst og fremst í verkahring ábyrgðar-og umsjónaraðila hvers svæðis að móta hvernig aðgangs-og álagsstýringu væri best háttað á hverjum stað.Sjá einnig: Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepliHelga segir að þó að fjölgun ferðamanna sjáist vel í Reykjavík þá sé staðan ekki sú sama á landsbyggðinni og tækifærin í ferðaþjónustu liggi því þar.vísir/gvaFyrir liggur að stjórnvöld hyggjast færa ferðaþjónustuna í efra þrep virðisaukaskatts en flestar greinar ferðaþjónustu eru nú í lægra þrepinu, það er í 11 prósentum. Þann 1. júlí 2018 er breytingunni hins vegar ætlað að taka gildi og mun ferðaþjónustan þá greiða 24 prósenta virðisaukaskatt. Þann 1. janúar 2019 mun skattþrepið svo fara niður í 22,5 prósent en þessi skattahækkun á greinar ferðaþjónustunnar hefur mætt mikilli andstöðu frá fólki innan greinarinnar. „Við höfum viljað taka ábyrgð og koma með stjórnvöldum í þá vegferð að tryggja auknar tekjur í gegnum ýmsa virðisaukandi þjónustu sem á sama tíma myndi tryggja uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum en svo eiginlega fallast manni hendur vegna þessarar ætluðu skattahækkunar sem er ákvörðun sem tekin er af stjórnvöldum án nokkurs samráðs né greiningar á afleiðingum þessa á fyrirtækin um land allt,“ segir Helga í samtali við Vísi.Ekki æskilegt að setja upp gjaldhlið um landið Hún segir mun vænlegra að taka umræðuna um aukna gjaldtöku frekar en að ferðaþjónustan greiði enn hærri skatt. „Með því erum við að tryggja aukið skipulag, álagsstýringu og mun betra flæði um landið því það er stóra áskorunin okkar núna að ná betra flæði um landið. Þó svo að margir telji álagið mikið í Reykajvík er staðan langt frá því að vera sú sama á landsbyggðinni. Þar liggja tækifærin fyrst og síðast, en með áætunum ríkisstjórnarinnar er verið að stefna þeim í hættu,“ segir Helga.Helga segir að skattpíning sé ekki rétta leiðin til þess að byggja upp ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi.vísir/anton brinkAðspurð hvort hún telji æskilegt að sett verði upp gjaldhlið um landið og rukkað inn á hvern stað fyrir sig, eins og gert er til að mynda við Kerið og áformað er að gera við Helgafell á Snæfellsnesi, segir hún svo ekki vera. „Nei, og það sýna allar kannanir að það sem gerir Ísland sérstakt er þetta frjálsa flæði og eins tel ég það vera það sem við Íslendingar viljum búa við og höfum reyndar gert frá örófi alda. Það er því mikilvægt að halda í þá ímynd og sérstöðu og þá er miklu vænlegra að horfa til þess að tryggja greiðslu fyrir virðisaukandi þjónustu því það er það sem viðskiptavinurinn er tilbúinn til að borga fyrir. Það er skilvirk og einföld leið og skilar sér líka í bættri upplifun ferðamannsins,“ segir Helga og bætir við að menn eigi að skoða málið heildstætt.Segir skattpíningu ekki leiðina til að byggja upp ferðaþjónustu til framtíðar „Ef þú ætlar að byggja upp ferðaþjónustu til framtíðar á Íslandi og ná markmiðum um dreifingu, álagsstýringu, sjálfbærni og annað þá er skattpíning og aukið flækjustig ekki leiðin. Staðreyndin er sú að það er ekki línulegt samband milli fjölgunar ferðamanna og afkomu fyrirtækjanna vegna tugprósenta högga í formi gengisstyrkingar og kostnaðarukningar. Fyrirtækin verða að geta byggt upp til að geta skilað sínu til ríkisins“ En ef farið yrði í gjaldtöku með einhverjum hætti hvað ætti þá að gera við tekjurnar? Ætti peningurinn að verða eftir á staðnum til uppbyggingar? „Já, að stærstum hluta tel ég að fjármunirnir ættu að verða eftir á hverjum stað en á sama tíma þyrfti að tryggja uppbyggingu nýrra segla um allt land. Slíkt styður enn frekar við álagsdreifingu og eflir enn frekar byggðir hringinn í kringum landið,“ segir Helga.Nánar verður fjallað um gjaldtöku á ferðamannastöðum hér á Vísi næstu daga.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30 Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Náttúrupassi óþarfur vegna skattahækkunar á ferðaþjónustu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, segir að ekki sé ástæða til þess að endurnýta hugmyndina um náttúrupassa, meðal annars vegna þess að ríkisstjórnin hyggst færa ferðaþjónustuna í almennt þrep virðisaukaskatts. 6. apríl 2017 10:30
Gjaldtaka á ferðamannastöðum: Allur skalinn í krónum og eilíft þrætuepli „Náttúrupassinn gekk ekki upp. Hvað viljum við þá gera? Þeir sem gagnrýndu náttúrupassann hvað mest, vildu eitthvað annað. Þetta annað – það hefur heldur ekki náðst samstaða um það.“ -Ragnheiður Elín Árnadóttir, sumarið 2015. 5. apríl 2017 10:00