Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Sæunn Gísladóttir skrifar 7. apríl 2017 09:00 Fram kom í Fjármálastöðugleika að í febrúar hafði fasteignaverð hækkað um rúmlega 18 prósent á einu ári. vísir/anton brink Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Hætta er á að hátt fasteignaverð leiði til aukinnar skuldsetningar sem gerir heimili og fjármálafyrirtæki viðkvæmari fyrir hugsanlegu bakslagi í þjóðarbúskapnum. Þetta kemur fram í nýju riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki 2017/1, sem kom út í gær. Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir það varhugavert ef skuldsetning eykst og fólk setur uppi með neikvætt eigið fé. „Menn eru alltaf hræddir við að bóla hlaupi í fasteignaverðið. Ef fjármálastofnanir eru með lága eiginfjárkröfu þegar þau eru að veita lán þá hefur fólk voðalega lítið bor til báru ef 90 til 100 prósent lán eru veitt og búið að spenna fasteignaverðið mjög hátt upp. Svo kemur einhver leiðrétting á það og fólk stendur uppi með neikvætt eigið fé," segir Þórólfur.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.Mynd/Kristinn IngvarssonÍ Fjármálastöðugleika kemur fram að enn sem komið er hafi skuldavöxtur ekki fylgt í kjölfar verðhækkana fasteigna. „Hættan er meiri ef verður aukin skuldsetning. Við erum að sjá fyrstu merki þess. Ekki eru skýr merki um aðkallandi kerfishættu, en skýr teikn eru á lofti,“ segir Harpa Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. „Annað atriði sem menn þurfa að hafa auga á er hvort fólk er að taka út lán án þess að vera að kaupa. Það var það sem gerðist fyrir hrun þá fór fólk í talsverðu mæli að auka lánshlutfall til einkaneyslu, það getur sett í gang eyðslu spíral sem getur ógnað stöðugleika," segir Þórólfur. Þórólfur segir að fjármálastofnanir geti aukið eiginfjárkröfur það myndi vissulega gera ungu fólki fasteignakaup erfiðari fyrir. Þá væri hægt að hafa mismunandi eiginfjárkröfur eftir því hvort fólk væri að kaupa í fyrsta eða annað sinn.Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins.Mynd/Samtök atvinnulífsins„Í dag finnst okkur ekki tímabært að Seðlabankinn breyti veðhlutföllum því vandinn í dag er ekki mikil skuldsetning hjá heimilum" segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Vandinn er alvarlegur framboðsskortur og sá skortur er að ýta undir hækkun húsnæðisverðs á sama tíma er kaupmáttur mjög mikill." „Auðvitað þarf að fylgjast með þróuninni og við erum ekki mótfallin því að Seðlabankinn hafi stjórntæki til að breyta veðhlutföllum ef skuldsetning er að vaxa þannig að það ógni stöðugleikanum. Ef Seðlabankinn beitir slíku stjórntæki þá um leið hlýtur það að draga úr beitingu annarra stjórntækja eins og vaxta, því aukin krafa um hærri veðhlutföll eru í raun ígildi vaxtahækkunar.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Tengdar fréttir Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Verð enn lægst í Prís Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31