Jens fékk fimmtán mánaða fangelsisdóm Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2017 11:30 Jens Gunnarsson mætir í dómssalvið þingfestingu málsins í nóvember. Fyrir aftan hann er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Péturs Axels í málinu. VÍSIR/ERNIR Jens Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Jens var ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Þá var Pétur Axel Pétursson, sem ákærður var fyrir spillingu með því að hafa boðið Jens gjafir fyrir aðstoð sína, dæmdur í níu mánaða fangelsi. Pétur Axel á nokkuð langan sakaferil að baki hjá lögreglu, aðallega fyrir mál gegn fíkniefnum en þyngsti dómurinn er sex mánaða fangelsi. Þriðji maðurinn, Gottskálk Ágústsson, var sýknaður af ákæru en honum var gefið að sök að hafa lofað Jens tveimur flugmiðum með WOW air og hálfri milljón króna í peningum fyrir að útvega manninum skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka.Mennirnir neituðu allir sök í málinu við þingfestingu en þinghald í málinu var lokað. Brot Jens vörðuð allt að sex ára fangelsisdómi en þriggja ára dómi í tilfelli hinna tveggja.Sjá einnig: Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peninga frá góðkunningja lögregluDómur var kveðinn upp klukkan 11:30 en hefur ekki enn verið birtur á vef dómstólsins. Nánar verður fjallað um dóminn þegar hann verður birtur.Málið er afar áhugavert fyrir margra hluta sakir. Upptaka af samtali Jens og Péturs Axels barst óvænt á borð ríkissaksóknara en hún er upphafið að málinu. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglumaður er sakfelldur fyrir spillingu í starfi þótt fleiri dæmi séu um að sterkur grunur hafi verið um spillingu. Má nefna samskipti yfirmanna hjá lögreglunni við Franklín Steiner á sínum tíma sem dæmi um slíkt. Ítarlega hefur verið fjallað um mál þeirra Jens, Péturs og Gottskálks undanfarið ár og má lesa um það í fréttunum hér að neðan. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00 Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14 Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39 Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Jens Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Jens var ákærður fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. Þá var Pétur Axel Pétursson, sem ákærður var fyrir spillingu með því að hafa boðið Jens gjafir fyrir aðstoð sína, dæmdur í níu mánaða fangelsi. Pétur Axel á nokkuð langan sakaferil að baki hjá lögreglu, aðallega fyrir mál gegn fíkniefnum en þyngsti dómurinn er sex mánaða fangelsi. Þriðji maðurinn, Gottskálk Ágústsson, var sýknaður af ákæru en honum var gefið að sök að hafa lofað Jens tveimur flugmiðum með WOW air og hálfri milljón króna í peningum fyrir að útvega manninum skýrslu PriceWaterHouseCoopers um Kaupþing banka.Mennirnir neituðu allir sök í málinu við þingfestingu en þinghald í málinu var lokað. Brot Jens vörðuð allt að sex ára fangelsisdómi en þriggja ára dómi í tilfelli hinna tveggja.Sjá einnig: Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peninga frá góðkunningja lögregluDómur var kveðinn upp klukkan 11:30 en hefur ekki enn verið birtur á vef dómstólsins. Nánar verður fjallað um dóminn þegar hann verður birtur.Málið er afar áhugavert fyrir margra hluta sakir. Upptaka af samtali Jens og Péturs Axels barst óvænt á borð ríkissaksóknara en hún er upphafið að málinu. Þá mun þetta vera í fyrsta sinn sem íslenskur lögreglumaður er sakfelldur fyrir spillingu í starfi þótt fleiri dæmi séu um að sterkur grunur hafi verið um spillingu. Má nefna samskipti yfirmanna hjá lögreglunni við Franklín Steiner á sínum tíma sem dæmi um slíkt. Ítarlega hefur verið fjallað um mál þeirra Jens, Péturs og Gottskálks undanfarið ár og má lesa um það í fréttunum hér að neðan.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00 Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14 Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39 Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent „Mál að linni“ Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Jens neitar sök og farið fram á lokað þinghald Þingfest var í máli fíkniefnalögreglumanns sem grunaður er um spillingu. Auk hans eru tveir ákærðir fyrir óeðlileg samskipti við lögreglumanninn. 28. nóvember 2016 11:00
Upptakan sem allt snýst um en enginn áttar sig á Rannsóknarlögreglumaður og aðili sem grunaður er um tengsl við fíkniefnaheiminn bíða þess að tekin verði ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra. 13. apríl 2016 11:14
Leynifundur í Öskjuhlíð og krafa um peningagreiðslu frá góðkunningja lögreglu Aðalmeðferð er hafin í máli rannsóknarlögreglumanns sem grunaður er um brot í starfi og sætir ákæru fyrir spillingu, brot gegn þagnarskyldu og brot í opinberu starfi. 14. mars 2017 11:39
Mál lögreglumannsins fer fram fyrir luktum dyrum Saksóknari hafði farið fram að aðalmeðferð málsins færi fram að hluta fyrir luktum dyrum. 6. janúar 2017 14:48