Dominiqua Alma Belányi, Ármanni, stóð sig virkilega vel í gólfæfingunum og fékk 12.500 stig og stóð því uppi sem sigurvegari. Irina Sazonova, Ármanni, hafnaði í öðru sæti en hún fékk 12.350 stig og Katharina Jóhannsdóttir, Fylki, fékk aðeins fimmtíu stigum minna.
Á slánni var það Irina Sazonova sem stóð uppi sem sigurvegari en hún fékk 12.550 stig. Í öðru sæti kom Tinna Óðinsdóttir með 12.450 stig.
Valgarð Reinhardsson, Gerplu, hélt áfram uppteknum hætti í dag þegar hann vann keppnina á svifrá en hann fékk 12.750 stig.
Stefán Ingvarsson, Björk, varð Íslandsmeistari á tvíslá og fékk fyrir það 12.450 stig.
Eyþór Örn Baldursson, Gerplu, stóð sig einstaklega vel í dag og varð hann Íslandsmeistari í stökki og í gólfæfingum.
Hér má sjá stigaskor dagsins.



