Opið bréf til forystu menntamála í landinu Guðríður Arnardóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun