Dönsk hagspeki og íslenzkir vextir Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. mars 2017 00:00 Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar