Dönsk hagspeki og íslenzkir vextir Ole Anton Bieltvedt skrifar 30. mars 2017 00:00 Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Þann 9. marz sl. átti RÚV langt viðtal við danskan hagfræðing í kvöldfréttum, en Dani þessi hafði einhverntíma verið hagfræðingur dansks stórbanka, en var það greinilega ekki lengur. Sagt var, að hann hefði fylgzt gjörla með íslenzkum efnahagsmálum. Hvernig og á hvaða máli kom ekki fram, en íslenzku talaði hann ekki. Þessi ágæti hagspekingur mælti með því, að stýrivextir á Íslandi yrðu hækkaðir. Þann 22. marz kvaddi annar danskur hagfræðingur sér hljóðs í Fréttablaðinu ? er reyndar pistlahöfundur þar og skrifar oft hnyttna pistla ? og tók í sama streng. Hafði hann mikla samúð með seðlabankastjóra, sem lenti milli steins og sleggju með það að þurfa raunverulega, að mati Danans, að hækka vexti en væri undir þrýstingi með að lækka þá.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 1: Aðalatriðið í málflutningi Dana nr. 1 var að hér væri svo mikill hagvöxtur, 7,2%, að halda yrði niðri efnahagslegri spennu og þenslu með hækkun vaxta greinilega án tillits til þess, hvar þeir stæðu fyrir; hvort þeir væru hinir hæstu í hinum vestræna heimi, sem þeir eru, eða þeir lægstu. Gallinn við þennan málflutning er sá, að 7,2% hagvöxturinn á við um árið 2016, og má í raun ætla, að hann hafi að mestu myndast það sumar. Á þá að miða vaxtakerfi Íslendinga vor og sumar 2017 við það efnahagsástand sem var sumarið 2016? Vafasöm speki, örugglega líka í konungsríkinu Danmörku. Þetta er eins og að klæða sig í dag eftir veðrinu í gær, eða stýra eftir Hringbraut þó að maður sé kominn inn á Miklubraut.Athugasemdir við málflutning Dana nr. 2: Dani nr. 2 beitir svipuðum rökum, þó með eitthvað sveigjanlegri en um leið illskiljanlegri framsetningu. Hann bendir á óstöðugt innflæði erlendra tekna, sem stafi af fábrotnu hagkerfi, þar sem aðeins sé um 4 geira að ræða; fiskveiðar, stóriðju, orkuvinnslu og ferðaþjónustu. Leiði þetta til óstöðugra viðskiptakjara og ofhitnunar efnahagslífsins. Ýmislegt í þessu er rétt og gott, en ekki verður séð hvernig að þetta ætti að leiða til hækkana á þeim hávöxtum, sem við búum við, nú. Þetta er ekkert nýtt fyrirbæri. Staða okkar aðalútflutningsatvinnuvega er í rauninni heldur ekki slæm, miklu fremur góð blanda ólíkra atvinnugreina, sem allar hafa svipað vægi. Dani nr. 2 telur stöðu útflutningsatvinnuvega Danmerkur mun fjölbreyttari og stöðugri, en, eftir minni beztu vitund, eru helztu útflutningsatvinnuvegir þar aðeins 3; framleiðsla og sala á vélum og tækjum, matvælum og efnaiðnaðarvörum.Vaxtaviðmið annarra Seðlabanka Vandamálið við hagfræði er að þetta er lifandi fræðigrein, þar sem forsendur, aðstæður, umhverfi og lögmál breytast stöðugt og gamlar kenningar og fyrri fræði úreldast hratt. Geta því sprenglærðir menn á bókina, sem ekki vaka og liggja yfir daglegri þróun og breytingum, fest í úreltri aðferðafræði. Mitt mat er að seðlabankastjórnir Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Breta séu þeir aðilar, sem hæfastir eru í nútíma hagstjórn, en eins og kunnugt er eru vextir þeirra helzta hagstjórnartæki. Þessir aðilar ákveða vexti 1) út frá verðbólgu 2) út frá stöðunni á vinnumarkaði og 3) út frá hagvexti, en eitt aðalverkefni þessara manna er að ná fram mesta mögulegum hagvexti.Hættan við hávextina: Á eftir launum eru vextir hæsti útgjaldaliður fyrirtækja. Skuldsettir heimiliseigendur borga meira í vexti, en nokkuð annað. Óhæfilegir vextir bitna því illilega á miklum hluta þjóðarinnar; draga úr samkeppnishæfni fyrirtækja, hækka framleiðslukostnað og verðlag og draga úr kaupgetu og velsæld almennings. Jafnframt skapa yfirkeyrðir vextir einir sér spennu í efnahagslífinu, og geta þeir því stuðlað að ofhitnun, svo að notuð séu orð Dana nr. 2. Með þessum hætti verða hávextirnir að ástæðu fyrir því að vextir séu ekki lækkaðir, alla vega að mati sumra, jafn gáfulegt og það er. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun