„Algerlega óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standa þarna bakvið“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. mars 2017 15:35 Benedikt Jóhannesson Vísir/Ernir Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“ Alþingi Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir það óviðunandi ef ekki verður upplýst um endanlega eigendur þeirra 30 prósenta í Arion Banka sem erlendir fjárfestingarsjóðir hafa keypt. Vísir greindi frá því í gær að Goldman Sachs, ásamt þremur alþjóðlegum fjárfestingarsjóðum, hafa keypt samanlagt tæplega 30 prósenta hlut í Arion banka af Kaupþingi eignarhaldsfélagi fyrir samtals ríflega 48,8 milljarða króna. Eftir söluna á Kaupþing, í gegnum dótturfélag sitt Kaupskil ehf., 57,9 prósenta hlut í Arion banka. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent. „Þessi tala er væntanlega ekki tilviljun, að eignarhluturinn miðast við hana,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Þar beindi hún fyrirspurn sinni til fjármálaráðherra. Hún spurði meðal annars hvort að hann teldi rétt að meta kaupendurna saman, því þeir virðist vera að vinna saman. Hún spurði jafnframt hvort fjármálaráðuneytið hafi farið yfir gengið sem hluturinn fer á, hvort það sé yfir 0,8 krónur á hvern keyptan hlut, og hvort ríkið gæti þannig nýtt sér forkaupsrétt sinn og að lokum spurði Katrín hvað ráðherra hygðist gera til að upplýsa um endanlegt eignarhald á þeim hlutum sem hafa verið keyptir.Ólíklega tilviljun „Ég tek undir það að það er mjög ólíklegt að talan 9,99 sé tilviljun og ég vil líka taka undir það að það er afar mikilvægt að vita um það hverjir eru endanlegir eigendur, hverjir eiga þessa sjóði sem um ræðir,“ sagði Benedikt. „Nú er rétt að upplýsa að það er ekki fjármálaráðuneytið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut heldur er það fjármálaeftirlitið og það fer eftir reglum þar um. Það er hins vegar þannig að þó að almenna reglan sé að það sé miðað við 10 prósent eignarhald þá getur fjármálaeftirlitið, ef eignarhald er til dæmis dreift, horft á aðila sem eiga verulegan eignarhlut eða eignarhlut sem er líklegur til að vera ráðandi sérstaklega, þó tölunni 10 prósent sé ekki náð.“Mjög nálægt 0,8 Hann sagði jafnframt að að hann teldi eðlilegt að upplýsa um endanlega eigendur. „Ég tel það það sé afar mikilvægt að það sé farið yfir þetta og það sé farið yfir þetta í samræmi við reglur. Mér er ekki kunnugt um að þessir aðilar séu tengdir aðilar í skilningi neinna laga en mér skilst að þetta séu mismunandi sjóðir. Fjármálaeftirlitið hefur upplýsingar um það að gengið í þessum viðskiptum séu yfir þessu gengi 0.8 þannig að ég tel það sé ekki ástæða til að efast um þær upplýsingar. Það hefur komið fram að það er mín skoðun að það eigi að upplýsa um endanlega eigendur.“ Benedikt sagðist jafnframt hafa þær upplýsingar að gengið á sölunni væri yfir 0,8 en þó mjög nálægt því. „Enn og aftur [...] það er fjármálaeftirlitið sem metur hæfi manna til að fara með eignarhlut. En ég held að það sé afar mikilvægt og ég hef haft samband við forstjóra fjármálaeftirlitsins að það upplýsist hverjir eru eigendur þessara hluta, hinir endanlegu eigendur og það komi fram. Því ég tel það algerlega óviðunandi fyrir almenning að vita ekki hverjir eru þarna á bak við.“
Alþingi Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira