Fjárfest fyrir milljarða við Ánanaust Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2017 10:17 Ólafur Ólafsson kemur að viðskiptum á Héðinsreit fyrir milljarða króna. VÍSIR/VILHELM Ólafur Ólafsson fjárfestir, sem í gegnum tíðina hefur verið kenndur við Samskip, er einn þeirra sem koma að umfangsmiklum kaupum á lóðum og fasteignum við í vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Seljavegi 2 og Vesturgötu 64. Reiturinn nefnist Héðinsreitur en kaupin hafa kostað fleiri millljarða króna að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 275 íbúðir rúmast á Héðinsreitnum samkvæmt kynningarefni Reykjavíkurborgar frá því í fyrra. Hugmynd fjárfestanna snýr meðal annars að því að reisa hótel, hvort á sínum hluta Héðinsreitsins en bygging hótela í og við miðbæinn hefur verið fyrirferðamikil undanfarin misseri. Á sama tíma er mikill skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, þá fyrst og fremst minni og meðalstórum ódýrari íbúðum. Reiturinn sem um ræðir. Reykjavíkurborg telur reitinn rúma 275 íbúðir.ReykjavíkurborgEins og fram kom í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í gær hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent undanfarna tólf mánuði. Slík hækkun hefur ekki sést síðan árið 2006. Hagsjá bankans telur að skortur á framboði húsnæðis og ótti við að ástandið haldi áfram að versna sé helsta ástæða hækkunarinnar.Ólafur Ólafsson sneri aftur til starfa í apríl í fyrra eftir að hafa setið af sér fyrsta árið af fjórum og hálfum á Kvíabryggju. Síðan hefur afplánun haldið áfram á Vernd. Dómstólar hafa nú til meðferðar kröfu hans um að Al-Thani málið verði tekið aftur upp en endurupptökunefnd hefur þegar hafnað beiðni Ólafs. Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir, sem í gegnum tíðina hefur verið kenndur við Samskip, er einn þeirra sem koma að umfangsmiklum kaupum á lóðum og fasteignum við í vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið á Seljavegi 2 og Vesturgötu 64. Reiturinn nefnist Héðinsreitur en kaupin hafa kostað fleiri millljarða króna að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. 275 íbúðir rúmast á Héðinsreitnum samkvæmt kynningarefni Reykjavíkurborgar frá því í fyrra. Hugmynd fjárfestanna snýr meðal annars að því að reisa hótel, hvort á sínum hluta Héðinsreitsins en bygging hótela í og við miðbæinn hefur verið fyrirferðamikil undanfarin misseri. Á sama tíma er mikill skortur á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu, þá fyrst og fremst minni og meðalstórum ódýrari íbúðum. Reiturinn sem um ræðir. Reykjavíkurborg telur reitinn rúma 275 íbúðir.ReykjavíkurborgEins og fram kom í Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans í gær hefur fasteignaverð hækkað um 18,6 prósent undanfarna tólf mánuði. Slík hækkun hefur ekki sést síðan árið 2006. Hagsjá bankans telur að skortur á framboði húsnæðis og ótti við að ástandið haldi áfram að versna sé helsta ástæða hækkunarinnar.Ólafur Ólafsson sneri aftur til starfa í apríl í fyrra eftir að hafa setið af sér fyrsta árið af fjórum og hálfum á Kvíabryggju. Síðan hefur afplánun haldið áfram á Vernd. Dómstólar hafa nú til meðferðar kröfu hans um að Al-Thani málið verði tekið aftur upp en endurupptökunefnd hefur þegar hafnað beiðni Ólafs.
Húsnæðismál Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Sjá meira