Eigum að vera með fólk á stað eins og Raufarhöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. mars 2017 22:30 Við eigum að halda í staði eins og Raufarhöfn, segir verkefnisstjóri átaks um framtíð Raufarhafnar. Uppbygging Dettifossvegar er talin lykilatriði til að ferðaþjónusta geti stutt við brothættar byggðir Norðausturlands. Fjallað var um Raufarhöfn í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”. Fyrir fjörutíu árum bjuggu yfir fimmhundruð manns á Raufarhöfn en nú er íbúafjöldinn um þriðjungur af því sem mest var. Í viðtali við skólastjórann fyrir þáttinn "Um land allt" síðastliðið sumar kom fram að fækkun barna væri enn meiri. „Þegar ég byrjaði hér í skóla 1975 þá vorum við hundrað nemendur hérna. Það voru sjö nemendur síðastliðinn vetur,” sagði Birna Björnsdóttir, skólastjóri grunnskóla Raufarhafnar. „Við erum að vona að botninum sé náð. Nú fer þetta bara upp á við. Það er fyrirsjáanleg fjölgun næsta vetur.”Birna Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Byggðastofnun hefur skilgreint byggðina sem brothætta og sett í gang verkefnið Raufarhöfn og framtíðin til að spyrna við fótum en því stýrir Silja Jóhannesdóttir. “Hér er algerlega óplægður akur fyrir stórhuga fólk hvað varðar ferðaþjónustu, - afþreyingu í ferðaþjónustu,” nefnir Silja sem dæmi um tækifærin. Norðaustanlands telja menn Dettifossveg lykilatriði til að beina ferðamönnum inn á svæðið. „Við þurfum að fá stjórnvöld inn í þessa hugsun að við þurfum að dreifa ferðamönnum um landið. Einnig að efla landsbyggðina. Hér gæti ferðaþjónusta líka orðið góð undirstaða. En það þarf meira til og við gerum það ekki alveg bara ein,” segir Silja.Svava Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings og Landsbankans á Raufarhöfn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Svava Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings og Landsbankans, segir að Ísland væri verra ef allir byggju á sama stað. Það þurfi að halda byggð í kringum landið. „Það er bara gott mannlíf hérna. Það er það núna. En það er ekkert sem segir að það þurfi endilega að búa hérna 500 manns, þó að það hafi verið einu sinni. Samfélagið getur alveg verið jafn gott fyrir því,” segir Svava. „Hér eru bara íbúar sem þarf að þjónusta og vilja vera hérna. Þetta er staðsetning sem við eigum að halda í, - að vera með fólk,” segir Silja, verkefnisstjóri Raufarhafnar og framtíðarinnar. Kynningarstiklu þáttarins „Um land allt" frá Raufarhöfn má sjá hér. Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Útgerð keypti blokk á Raufarhöfn Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag. 23. febrúar 2017 07:00 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Við eigum að halda í staði eins og Raufarhöfn, segir verkefnisstjóri átaks um framtíð Raufarhafnar. Uppbygging Dettifossvegar er talin lykilatriði til að ferðaþjónusta geti stutt við brothættar byggðir Norðausturlands. Fjallað var um Raufarhöfn í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt”. Fyrir fjörutíu árum bjuggu yfir fimmhundruð manns á Raufarhöfn en nú er íbúafjöldinn um þriðjungur af því sem mest var. Í viðtali við skólastjórann fyrir þáttinn "Um land allt" síðastliðið sumar kom fram að fækkun barna væri enn meiri. „Þegar ég byrjaði hér í skóla 1975 þá vorum við hundrað nemendur hérna. Það voru sjö nemendur síðastliðinn vetur,” sagði Birna Björnsdóttir, skólastjóri grunnskóla Raufarhafnar. „Við erum að vona að botninum sé náð. Nú fer þetta bara upp á við. Það er fyrirsjáanleg fjölgun næsta vetur.”Birna Björnsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Byggðastofnun hefur skilgreint byggðina sem brothætta og sett í gang verkefnið Raufarhöfn og framtíðin til að spyrna við fótum en því stýrir Silja Jóhannesdóttir. “Hér er algerlega óplægður akur fyrir stórhuga fólk hvað varðar ferðaþjónustu, - afþreyingu í ferðaþjónustu,” nefnir Silja sem dæmi um tækifærin. Norðaustanlands telja menn Dettifossveg lykilatriði til að beina ferðamönnum inn á svæðið. „Við þurfum að fá stjórnvöld inn í þessa hugsun að við þurfum að dreifa ferðamönnum um landið. Einnig að efla landsbyggðina. Hér gæti ferðaþjónusta líka orðið góð undirstaða. En það þarf meira til og við gerum það ekki alveg bara ein,” segir Silja.Svava Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings og Landsbankans á Raufarhöfn.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Svava Árnadóttir, starfsmaður Norðurþings og Landsbankans, segir að Ísland væri verra ef allir byggju á sama stað. Það þurfi að halda byggð í kringum landið. „Það er bara gott mannlíf hérna. Það er það núna. En það er ekkert sem segir að það þurfi endilega að búa hérna 500 manns, þó að það hafi verið einu sinni. Samfélagið getur alveg verið jafn gott fyrir því,” segir Svava. „Hér eru bara íbúar sem þarf að þjónusta og vilja vera hérna. Þetta er staðsetning sem við eigum að halda í, - að vera með fólk,” segir Silja, verkefnisstjóri Raufarhafnar og framtíðarinnar. Kynningarstiklu þáttarins „Um land allt" frá Raufarhöfn má sjá hér.
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28 Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00 Útgerð keypti blokk á Raufarhöfn Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag. 23. febrúar 2017 07:00 Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00 Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30 Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45
Svona er slóðinn sem heitir Dettifossvegur Íbúar við Öxarfjörð hafa brugðist hart við áformum stjórnvalda að fresta lagningu nýs Dettifossvegar. 2. júlí 2016 22:28
Svona lætur hann drekann spúa eldi Ógurlegur dreki, sem meira að segja spýr eldi, mætir nú sjófarendum á Raufarhöfn. 9. júlí 2016 14:00
Útgerð keypti blokk á Raufarhöfn Útgerðarfélagið Hólmsteinn Helgason ehf. á Raufarhöfn keypti í lok síðasta árs eina fjölbýlishús þorpsins sem hafði þá staðið nánast autt í tvö til þrjú ár. Til stendur að gera allt húsið upp en tvær fyrstu íbúðirnar eru tilbúnar og var flutt inn í aðra þeirra á þriðjudag. 23. febrúar 2017 07:00
Gera út á vísindamenn sem rannsaka loftlagsbreytingar Náttúrurannsóknastöð, sem stofnuð var á Raufarhöfn fyrir tveimur árum, hefur fallið í frjóan jarðveg meðal vísindamanna. 11. júlí 2016 20:00
Heimskautsgerðið hálfbyggt er orðið glæsilegt mannvirki Heimskautsgerðið við Raufarhöfn er orðið eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna þótt enn vanti mikið til að ljúka gerð þessa einstaka mannvirkis. 19. júlí 2016 23:30
Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45