Frestun framkvæmda mótmælt í annað sinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2017 07:00 Fjöldi manns mætti til að mótmæla frestun framkvæmda við þjóðveg 1 í Berufirði. Mynd/Ólafur Björnsson Íbúar í Berufirði og nærliggjandi sveitum mótmæltu í gær frestun uppbyggingar nýs vegar í firðinum. Er það í annað sinn á skömmum tíma sem íbúar mótmæla með því að loka veginum en það var einnig gert á sunnudag. „Það var mikil mæting af Djúpavogi og úr nærsveitum, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og víðar. Það var mikill samhugur og samstaða. Fólk var gallhart á sínum kröfum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum. Þó voru ekki allir sáttir við mótmælin. Nokkrir ferðamenn mótmæltu mótmælunum. Berglind segir þau þó hafa búist við slíku. „Auðvitað er leiðinlegt að þetta bitni á þeim en svona er þetta bara. Það er mótmælt víða um allan heim með alls konar töfum.“ Hún segir það hafa staðið upp úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá klukkan fjögur en ákváðu að klára fundinn á einbreiðu brúnni þar sem mótmælin fóru fram. „Þar var samþykkt ályktun um þetta mál. Þetta var ótrúlega flott og ég sagði upphátt að ég héldi að þetta væri besta sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind. Hún segir aðgerðaleysi stjórnvalda valda íbúum gífurlegum vonbrigðum. „Það voru allir orðnir svo vongóðir um að nú væri þetta að hafast og að þjóðvegur 1 yrði loksins malbikaður.“ Þá segir hún að um sé að ræða fimm kílómetra kafla sem þurfi að laga. Svo séu aðrir vegir inni í Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem einnig þurfi að laga. „Þetta var búið að fara í gegnum skipulag og átti að vera klárt. Við héldum að það ætti að græja þetta en svo er bara búið að blása það af.“ Ljóst er að fleiri deila sjónarmiðum Berglindar um að meiri fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, gerði samgöngumálin að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5 til tveimur prósentum af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir einu prósenti. Á sama tíma er umferðin stöðugt að aukast og bara í fyrra var aukningin níu prósent frá árinu á undan,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt að færa mætti gild rök fyrir því að ein ástæða þess að framleiðnivöxtur á Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur á síðustu árum væri of lágt fjárfestingastig. „Við verðum að bæta samgöngur landsins til að efla byggð og auka verðmæti,“ sagði Gylfi. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, fram frumvarp á Alþingi í gær sem snýr að samgöngumálum. Gengur frumvarpið meðal annars út á að hækka gjald á bensín og olíu og nýta hækkunina í að auka tekjur til vegamála. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Íbúar í Berufirði og nærliggjandi sveitum mótmæltu í gær frestun uppbyggingar nýs vegar í firðinum. Er það í annað sinn á skömmum tíma sem íbúar mótmæla með því að loka veginum en það var einnig gert á sunnudag. „Það var mikil mæting af Djúpavogi og úr nærsveitum, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og víðar. Það var mikill samhugur og samstaða. Fólk var gallhart á sínum kröfum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum. Þó voru ekki allir sáttir við mótmælin. Nokkrir ferðamenn mótmæltu mótmælunum. Berglind segir þau þó hafa búist við slíku. „Auðvitað er leiðinlegt að þetta bitni á þeim en svona er þetta bara. Það er mótmælt víða um allan heim með alls konar töfum.“ Hún segir það hafa staðið upp úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá klukkan fjögur en ákváðu að klára fundinn á einbreiðu brúnni þar sem mótmælin fóru fram. „Þar var samþykkt ályktun um þetta mál. Þetta var ótrúlega flott og ég sagði upphátt að ég héldi að þetta væri besta sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind. Hún segir aðgerðaleysi stjórnvalda valda íbúum gífurlegum vonbrigðum. „Það voru allir orðnir svo vongóðir um að nú væri þetta að hafast og að þjóðvegur 1 yrði loksins malbikaður.“ Þá segir hún að um sé að ræða fimm kílómetra kafla sem þurfi að laga. Svo séu aðrir vegir inni í Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem einnig þurfi að laga. „Þetta var búið að fara í gegnum skipulag og átti að vera klárt. Við héldum að það ætti að græja þetta en svo er bara búið að blása það af.“ Ljóst er að fleiri deila sjónarmiðum Berglindar um að meiri fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, gerði samgöngumálin að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5 til tveimur prósentum af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir einu prósenti. Á sama tíma er umferðin stöðugt að aukast og bara í fyrra var aukningin níu prósent frá árinu á undan,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt að færa mætti gild rök fyrir því að ein ástæða þess að framleiðnivöxtur á Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur á síðustu árum væri of lágt fjárfestingastig. „Við verðum að bæta samgöngur landsins til að efla byggð og auka verðmæti,“ sagði Gylfi. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, fram frumvarp á Alþingi í gær sem snýr að samgöngumálum. Gengur frumvarpið meðal annars út á að hækka gjald á bensín og olíu og nýta hækkunina í að auka tekjur til vegamála. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira