Frestun framkvæmda mótmælt í annað sinn Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. mars 2017 07:00 Fjöldi manns mætti til að mótmæla frestun framkvæmda við þjóðveg 1 í Berufirði. Mynd/Ólafur Björnsson Íbúar í Berufirði og nærliggjandi sveitum mótmæltu í gær frestun uppbyggingar nýs vegar í firðinum. Er það í annað sinn á skömmum tíma sem íbúar mótmæla með því að loka veginum en það var einnig gert á sunnudag. „Það var mikil mæting af Djúpavogi og úr nærsveitum, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og víðar. Það var mikill samhugur og samstaða. Fólk var gallhart á sínum kröfum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum. Þó voru ekki allir sáttir við mótmælin. Nokkrir ferðamenn mótmæltu mótmælunum. Berglind segir þau þó hafa búist við slíku. „Auðvitað er leiðinlegt að þetta bitni á þeim en svona er þetta bara. Það er mótmælt víða um allan heim með alls konar töfum.“ Hún segir það hafa staðið upp úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá klukkan fjögur en ákváðu að klára fundinn á einbreiðu brúnni þar sem mótmælin fóru fram. „Þar var samþykkt ályktun um þetta mál. Þetta var ótrúlega flott og ég sagði upphátt að ég héldi að þetta væri besta sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind. Hún segir aðgerðaleysi stjórnvalda valda íbúum gífurlegum vonbrigðum. „Það voru allir orðnir svo vongóðir um að nú væri þetta að hafast og að þjóðvegur 1 yrði loksins malbikaður.“ Þá segir hún að um sé að ræða fimm kílómetra kafla sem þurfi að laga. Svo séu aðrir vegir inni í Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem einnig þurfi að laga. „Þetta var búið að fara í gegnum skipulag og átti að vera klárt. Við héldum að það ætti að græja þetta en svo er bara búið að blása það af.“ Ljóst er að fleiri deila sjónarmiðum Berglindar um að meiri fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, gerði samgöngumálin að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5 til tveimur prósentum af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir einu prósenti. Á sama tíma er umferðin stöðugt að aukast og bara í fyrra var aukningin níu prósent frá árinu á undan,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt að færa mætti gild rök fyrir því að ein ástæða þess að framleiðnivöxtur á Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur á síðustu árum væri of lágt fjárfestingastig. „Við verðum að bæta samgöngur landsins til að efla byggð og auka verðmæti,“ sagði Gylfi. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, fram frumvarp á Alþingi í gær sem snýr að samgöngumálum. Gengur frumvarpið meðal annars út á að hækka gjald á bensín og olíu og nýta hækkunina í að auka tekjur til vegamála. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Íbúar í Berufirði og nærliggjandi sveitum mótmæltu í gær frestun uppbyggingar nýs vegar í firðinum. Er það í annað sinn á skömmum tíma sem íbúar mótmæla með því að loka veginum en það var einnig gert á sunnudag. „Það var mikil mæting af Djúpavogi og úr nærsveitum, Breiðdalsvík, Egilsstöðum og víðar. Það var mikill samhugur og samstaða. Fólk var gallhart á sínum kröfum,“ segir Berglind Häsler, bóndi á Karlsstöðum. Þó voru ekki allir sáttir við mótmælin. Nokkrir ferðamenn mótmæltu mótmælunum. Berglind segir þau þó hafa búist við slíku. „Auðvitað er leiðinlegt að þetta bitni á þeim en svona er þetta bara. Það er mótmælt víða um allan heim með alls konar töfum.“ Hún segir það hafa staðið upp úr þegar sveitarstjórnin hafi mætt á svæðið. Þau hafi verið á fundi frá klukkan fjögur en ákváðu að klára fundinn á einbreiðu brúnni þar sem mótmælin fóru fram. „Þar var samþykkt ályktun um þetta mál. Þetta var ótrúlega flott og ég sagði upphátt að ég héldi að þetta væri besta sveitarfélag í heimi,“ segir Berglind. Hún segir aðgerðaleysi stjórnvalda valda íbúum gífurlegum vonbrigðum. „Það voru allir orðnir svo vongóðir um að nú væri þetta að hafast og að þjóðvegur 1 yrði loksins malbikaður.“ Þá segir hún að um sé að ræða fimm kílómetra kafla sem þurfi að laga. Svo séu aðrir vegir inni í Breiðdal og á Breiðdalsheiði sem einnig þurfi að laga. „Þetta var búið að fara í gegnum skipulag og átti að vera klárt. Við héldum að það ætti að græja þetta en svo er bara búið að blása það af.“ Ljóst er að fleiri deila sjónarmiðum Berglindar um að meiri fjárfestingar sé þörf. Gylfi Gíslason, framkvæmdastjóri Jáverks, gerði samgöngumálin að umræðuefni í ræðu sinni á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í gær. „Fjárfestingar í vegakerfinu hafa að jafnaði numið 1,5 til tveimur prósentum af landsframleiðslu en frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið undir einu prósenti. Á sama tíma er umferðin stöðugt að aukast og bara í fyrra var aukningin níu prósent frá árinu á undan,“ sagði Gylfi. Hann sagði jafnframt að færa mætti gild rök fyrir því að ein ástæða þess að framleiðnivöxtur á Íslandi hefði ekki verið nægjanlegur á síðustu árum væri of lágt fjárfestingastig. „Við verðum að bæta samgöngur landsins til að efla byggð og auka verðmæti,“ sagði Gylfi. Þá lagði Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, fram frumvarp á Alþingi í gær sem snýr að samgöngumálum. Gengur frumvarpið meðal annars út á að hækka gjald á bensín og olíu og nýta hækkunina í að auka tekjur til vegamála. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira