Holur hljómur í ASÍ Guðríður Arnardóttir skrifar 10. mars 2017 10:22 Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að ná fram að ganga. Og svo fór að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í bullandi ágreiningi, með þeim rökum að laun skyldi jafna á milli markaða. Hafa ber í huga að á almennum markaði leggja launataxtar sérfræðinga lágmarkslínur og leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti starfsfólks á almennum markaði fylgir ekki launatöxtum. Hjá hinu opinbera setja launatöflur skýran ramma um laun og marka í flestum tilfellum hámarkskjör. Sé litið til sérfræðinga á opinberum makaði annars vegar og almennum markaði hins vegar er ljóst að launamunur er verulegur og vantar mikið upp á jöfnun kjara milli markaða. Og það er holur hljómur í orðræðu ASÍ um „óhóflegar“ launahækkanir kennara þegar launarannsóknir sýna að enn eru kennarar eftirbátar kollega sinna á opinberum markaði og standa félögum sínum á almennum markaði langt að baki. Og nú ætlar ASÍ sem sagt að halda opinberum starfsmönnum í gíslingu til ársins 2018 með þeirri hótun að semji þeir um launahækkanir umfram SALEK-rammann svokallaða muni almenni markaðurinn sækja það sama – ellegar sé fjandinn laus. Það er deginum ljósara að ASÍ barði Alþingi til hlýðni og lagabreytingar um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna voru afgreiddar með þeim fögru fyrirheitum að laun á milli markaða yrðu jöfnuð. Það þýðir einfaldlega að laun opinberra starfsmanna þurfa að hækka meira en á almennum markaði. Hvorki kennarar né aðrir opinberir starfsmenn munu taka því þegjandi ef ASÍ ætlar að halda kjarasamningum þeirra í gíslingu. Opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eru um 40 þúsund talsins og hafa sannarlega slagkraft með samstöðu. Upp á almennilega íslensku er það helvíti skítt ef við þurfum að taka slaginn við forystu ASÍ til að sækja réttmætar kjarabætur – en það er slagur sem við munum taka, komi til þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forysta ASÍ hefur farið mikinn í yfirlýsingum sínum undanfarna daga og vikur. Þar ber hæst sú fullyrðing þeirra að kjarasamningar í opinbera geiranum hafi valdið forsendubresti í samningum á almennum vinnumarkaði. Sérstaklega hefur formanni ASÍ verið tíðrætt um kjarasamninga kennara og sér hann ofsjónum yfir þeim réttmætu leiðréttingum sem kennarar á öllum skólastigum hafa fengið, stétt sem hefur um árabil búið við verulega slaka launasetningu, stétt án fullnægjandi nýliðunar samkvæmt nýlegri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þessar yfirlýsingar um forsendubrest vekja furðu mína í ljósi þess að fyrir nokkrum vikum gerði formaður ASÍ þá kröfu að svo kjarasamningar á almennum markaði héldu út árið 2017 yrðu breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna að ná fram að ganga. Og svo fór að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna í bullandi ágreiningi, með þeim rökum að laun skyldi jafna á milli markaða. Hafa ber í huga að á almennum markaði leggja launataxtar sérfræðinga lágmarkslínur og leyfi ég mér að fullyrða að meirihluti starfsfólks á almennum markaði fylgir ekki launatöxtum. Hjá hinu opinbera setja launatöflur skýran ramma um laun og marka í flestum tilfellum hámarkskjör. Sé litið til sérfræðinga á opinberum makaði annars vegar og almennum markaði hins vegar er ljóst að launamunur er verulegur og vantar mikið upp á jöfnun kjara milli markaða. Og það er holur hljómur í orðræðu ASÍ um „óhóflegar“ launahækkanir kennara þegar launarannsóknir sýna að enn eru kennarar eftirbátar kollega sinna á opinberum markaði og standa félögum sínum á almennum markaði langt að baki. Og nú ætlar ASÍ sem sagt að halda opinberum starfsmönnum í gíslingu til ársins 2018 með þeirri hótun að semji þeir um launahækkanir umfram SALEK-rammann svokallaða muni almenni markaðurinn sækja það sama – ellegar sé fjandinn laus. Það er deginum ljósara að ASÍ barði Alþingi til hlýðni og lagabreytingar um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna voru afgreiddar með þeim fögru fyrirheitum að laun á milli markaða yrðu jöfnuð. Það þýðir einfaldlega að laun opinberra starfsmanna þurfa að hækka meira en á almennum markaði. Hvorki kennarar né aðrir opinberir starfsmenn munu taka því þegjandi ef ASÍ ætlar að halda kjarasamningum þeirra í gíslingu. Opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum eru um 40 þúsund talsins og hafa sannarlega slagkraft með samstöðu. Upp á almennilega íslensku er það helvíti skítt ef við þurfum að taka slaginn við forystu ASÍ til að sækja réttmætar kjarabætur – en það er slagur sem við munum taka, komi til þess.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun