RÚV seldi byggingarrétt og hagnaðist um 1,4 milljarða Haraldur Guðmundsson skrifar 10. mars 2017 13:56 Hagnaður af reglulegri starfsemi RÚV var 95 milljónir fyrir skatta. RÚV hagnaðist um 1.429 milljónir króna eftir skatta í fyrra en afkoman skýrist að mestu af einskiptishagnaði vegna sölu á byggingarrétti á lóð við Efstaleiti 1 sem nam 1.535 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 95 milljónum fyrir skatta. „Félagið mun ekki greiða skatta af hagnaðinum vegna uppsafnaðs taps frá fyrri tíð. Markmiðið með sölu byggingarréttarins er að greiða niður skuldir félagsins. Í lok ársins 2015 var eiginfjárhlutfall RÚV 6,2 prósent en er nú 23,8 prósent eftir sölu byggingarréttarins,“ segir í tilkynningu RÚV til Kauphallar Íslands. Þar segir einnig að breytingar í rekstri hafi skilað umtalsverðri hagræðingu. Tekist hafi að hagræða í ytri umgjörð og rekstri en verja dagskrá eins og kostur sé. „Jafnvægi sem náðist í rekstri félagsins á árinu 2015, helst á árinu 2016 og útlit er fyrir að svo verði í náinni framtíð. Nýr þjónustusamningur RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins var undirritaður á árinu og gildir hann til ársloka 2019. Stöðugildi voru að meðaltali 258 á árinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 259 árið 2015, 297 árið 2013 og 324 árið 2008.“ Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ljóst að búið sé að koma jafnvægi á rekstur ríkisfjölmiðilsins. „Sala á byggingarrétti skilar RÚV umtalsverðum söluhagnaði sem leiðir til mikillar skuldalækkunar og mikilla bóta á eigin fé félagsins. Nýr þjónustusamningur sem undirritaður var á síðasta ári tryggir loks fyrirsjáanleika og öryggi í tekjum félagsins til næstu ára. Á hinn bóginn er félagið enn of skuldsett vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga frá gamalli tíð og er það mikill baggi á starfseminni í dag en á þeirri yfirskuldsetningu þarf að taka,“ segir Magnús. Í tilkynningu RÚV er einnig tekið fram að þrátt fyrir sölu á bygginaréttinum á lóðinni við Útvarpshúsið sé félagið áfram mjög skuldsett. „Hefur stjórn RÚV vakið athygli eigandans, ríkisins, á því að félagið hafi á komandi árum ekki burði til þess að standa undir hinni miklu skuldsetningu án aðgerða en félagið hefur m.a. átt í viðræðum við LSR um möguleika á skilmálabreytingu láns sem er tilkomið vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga. Útreikningur á söluhagnaði byggist á núverandi deiliskipulagi og áætlun kaupanda um nýtingu byggingarréttarins en lokauppgjör vegna sölunnar fer fram þegar endanlegt byggingamagn liggur fyrir.“ Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
RÚV hagnaðist um 1.429 milljónir króna eftir skatta í fyrra en afkoman skýrist að mestu af einskiptishagnaði vegna sölu á byggingarrétti á lóð við Efstaleiti 1 sem nam 1.535 milljónum króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 95 milljónum fyrir skatta. „Félagið mun ekki greiða skatta af hagnaðinum vegna uppsafnaðs taps frá fyrri tíð. Markmiðið með sölu byggingarréttarins er að greiða niður skuldir félagsins. Í lok ársins 2015 var eiginfjárhlutfall RÚV 6,2 prósent en er nú 23,8 prósent eftir sölu byggingarréttarins,“ segir í tilkynningu RÚV til Kauphallar Íslands. Þar segir einnig að breytingar í rekstri hafi skilað umtalsverðri hagræðingu. Tekist hafi að hagræða í ytri umgjörð og rekstri en verja dagskrá eins og kostur sé. „Jafnvægi sem náðist í rekstri félagsins á árinu 2015, helst á árinu 2016 og útlit er fyrir að svo verði í náinni framtíð. Nýr þjónustusamningur RÚV og mennta- og menningarmálaráðuneytisins var undirritaður á árinu og gildir hann til ársloka 2019. Stöðugildi voru að meðaltali 258 á árinu en þeim hefur fækkað á undanförnum árum, voru 259 árið 2015, 297 árið 2013 og 324 árið 2008.“ Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, segir ljóst að búið sé að koma jafnvægi á rekstur ríkisfjölmiðilsins. „Sala á byggingarrétti skilar RÚV umtalsverðum söluhagnaði sem leiðir til mikillar skuldalækkunar og mikilla bóta á eigin fé félagsins. Nýr þjónustusamningur sem undirritaður var á síðasta ári tryggir loks fyrirsjáanleika og öryggi í tekjum félagsins til næstu ára. Á hinn bóginn er félagið enn of skuldsett vegna lífeyrissjóðsskuldbindinga frá gamalli tíð og er það mikill baggi á starfseminni í dag en á þeirri yfirskuldsetningu þarf að taka,“ segir Magnús. Í tilkynningu RÚV er einnig tekið fram að þrátt fyrir sölu á bygginaréttinum á lóðinni við Útvarpshúsið sé félagið áfram mjög skuldsett. „Hefur stjórn RÚV vakið athygli eigandans, ríkisins, á því að félagið hafi á komandi árum ekki burði til þess að standa undir hinni miklu skuldsetningu án aðgerða en félagið hefur m.a. átt í viðræðum við LSR um möguleika á skilmálabreytingu láns sem er tilkomið vegna gamalla lífeyrissjóðsskuldbindinga. Útreikningur á söluhagnaði byggist á núverandi deiliskipulagi og áætlun kaupanda um nýtingu byggingarréttarins en lokauppgjör vegna sölunnar fer fram þegar endanlegt byggingamagn liggur fyrir.“
Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira