Konur fá tæp 9 prósent höfundarréttargjalda frá Stef: „Á stærstu miðlum landsins þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. mars 2017 20:00 Tæplega níu prósent höfundarréttargjalda til Stefs á Íslandi fara til kvenna og hefur sú tala lækkað síðustu ár. Á sama tíma fjölgar skráðum verkum kvenna hjá Stef. Formaður félags kvenna í tónlist segir að aðgerða sé þörf. Að undanförnu hafa konur í tónlist verið nokkuð mikið í umræðunni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN, hefur verið nokkuð áberandi í þeirri umræðu en konur í tónlist eru mun færri hér á landi en karlar. Lára Rúnarsdóttir, formaður KÍTÓN, segir sláandi hve lítinn hluti af höfundarréttargjöldum fari til kvenna en það eru þau gjöld sem tónlistarmenn eiga rétt á fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra. „Fyrir árið 2016 voru konur að fá 8,9 prósent af greiddum höfundarréttargjöldum frá Stefi. Það var 9,3 árið 2012 þannig þetta fer minnkandi sem er algjörlega í mótsögn við skráð verð því þeim fer fjölgandi hjá konum hjá Stefi,“ segir Lára. Þetta sé ein önnur birtingarmyndin af launamun kynjanna. „Stef greiðir bara eftir ákveðnum úthlutunarreglum og það miðast við spilaða tónlist í útvarpi. Þar liggur vandinn. Hjá útvarpsstöðvunum. Það er ekki verið að spila eins mikið af tónlist eftir konur. Við sjáum það bara á stærstu miðlum landsins, á X-inu, Fm 957 og Bylgjunni, þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun,“ segir Lára. Lára segir að það þurfti að fara í markvissar aðgerðir til að auka sýnileika kvenna í tónlist. „Það virðist vera ákveðinn ótti við að beita kynjagleraugum við val því að gæði tónlistar er svo kynlaus finnst sumum en það er ótrúlega mikilvægt að leiðrétta skekkju sem er búin að vera frá örófi alda,“ segir Lára. Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Tæplega níu prósent höfundarréttargjalda til Stefs á Íslandi fara til kvenna og hefur sú tala lækkað síðustu ár. Á sama tíma fjölgar skráðum verkum kvenna hjá Stef. Formaður félags kvenna í tónlist segir að aðgerða sé þörf. Að undanförnu hafa konur í tónlist verið nokkuð mikið í umræðunni, meðal annars á samfélagsmiðlum. Félag kvenna í tónlist, eða KÍTÓN, hefur verið nokkuð áberandi í þeirri umræðu en konur í tónlist eru mun færri hér á landi en karlar. Lára Rúnarsdóttir, formaður KÍTÓN, segir sláandi hve lítinn hluti af höfundarréttargjöldum fari til kvenna en það eru þau gjöld sem tónlistarmenn eiga rétt á fyrir afritun og opinberan flutning á verkum þeirra. „Fyrir árið 2016 voru konur að fá 8,9 prósent af greiddum höfundarréttargjöldum frá Stefi. Það var 9,3 árið 2012 þannig þetta fer minnkandi sem er algjörlega í mótsögn við skráð verð því þeim fer fjölgandi hjá konum hjá Stefi,“ segir Lára. Þetta sé ein önnur birtingarmyndin af launamun kynjanna. „Stef greiðir bara eftir ákveðnum úthlutunarreglum og það miðast við spilaða tónlist í útvarpi. Þar liggur vandinn. Hjá útvarpsstöðvunum. Það er ekki verið að spila eins mikið af tónlist eftir konur. Við sjáum það bara á stærstu miðlum landsins, á X-inu, Fm 957 og Bylgjunni, þá eru bara karlar sem ráða því hvað hlýtur spilun,“ segir Lára. Lára segir að það þurfti að fara í markvissar aðgerðir til að auka sýnileika kvenna í tónlist. „Það virðist vera ákveðinn ótti við að beita kynjagleraugum við val því að gæði tónlistar er svo kynlaus finnst sumum en það er ótrúlega mikilvægt að leiðrétta skekkju sem er búin að vera frá örófi alda,“ segir Lára.
Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira