Carmen tjáir sig um brottreksturinn: „Ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2017 12:15 Tyson-Thomas skoraði að meðaltali 36,7 stig í leik með Njarðvík í vetur. vísir/anton Carmen Tyson-Thomas var sagt upp störfum hjá körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í vikunni og var ástæðan samskiptaörðuleikar eftir því sem körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gaf frá sér í yfirlýsingu í gær. Carmen virðist ekki vera sátt við málalokin ef marka má orð hennar í viðtali við Karfan.is.„Agnar hafði aðeins eitt skipulag og það var þegar hann sagði stelpunum að láta mig fá boltann. Í mörgum leikjum getur þú heyrt í mér öskra á mínar stelpur um að taka sín skot því ég veit að þær geta hitt úr þessum skotum. Ég dró vagninn og þjálfarinn var með í því,“ segir Carmen. „Þvert á móti finnst mér þjálfarinn ekki hafa tekið starfi sínu nægilega alvarlega á mörgum stundum og þess vegna töpuðum við ákveðnum leikjum í vetur,“ sagði Carmen og svarar Agnari fullum hálsi. Tyson-Thomas hefur verið langbesti leikmaður Njarðvíkur í vetur og líklega besti leikmaður Domino's deildar kvenna. Tyson-Thomas er langstigahæst í deildinni, með 36,7 stig að meðaltali í leik. Hún er með næstflest fráköst (16,5) og hæst í framlagi (40,1). „Þú ættir að heyra í liðsfélögum mínum og þær myndu aldrei segja neitt neikvætt um mig. Ég fór í þetta verkefni af tveimur ástæðum. Til að koma klúbbnum aftur á kortið og hjálpa yngri leikmönnum liðsins að verða betri. Þess vegna tók ég að mér einnig þjálfun unglingaflokks. Þú getur spurt allar stelpurnar og þær munu segja þér að þær elska mig jafnmikið og ég elska þær.“ Hún segir að aðrir leikmenn Njarðvíkur hafi barist fyrir hennar hönd í málinu. „Og þær eru ekki ánægðar með þessa niðurstöðu. Ég vil bara þakka stjórn Njarðvík fyrir tækifærið. Ég ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í sínu viðtali og tala illa um hann. Hann og ég vitum sannleikann í þessu máli og allir sem voru á þessum fundi.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira
Carmen Tyson-Thomas var sagt upp störfum hjá körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í vikunni og var ástæðan samskiptaörðuleikar eftir því sem körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gaf frá sér í yfirlýsingu í gær. Carmen virðist ekki vera sátt við málalokin ef marka má orð hennar í viðtali við Karfan.is.„Agnar hafði aðeins eitt skipulag og það var þegar hann sagði stelpunum að láta mig fá boltann. Í mörgum leikjum getur þú heyrt í mér öskra á mínar stelpur um að taka sín skot því ég veit að þær geta hitt úr þessum skotum. Ég dró vagninn og þjálfarinn var með í því,“ segir Carmen. „Þvert á móti finnst mér þjálfarinn ekki hafa tekið starfi sínu nægilega alvarlega á mörgum stundum og þess vegna töpuðum við ákveðnum leikjum í vetur,“ sagði Carmen og svarar Agnari fullum hálsi. Tyson-Thomas hefur verið langbesti leikmaður Njarðvíkur í vetur og líklega besti leikmaður Domino's deildar kvenna. Tyson-Thomas er langstigahæst í deildinni, með 36,7 stig að meðaltali í leik. Hún er með næstflest fráköst (16,5) og hæst í framlagi (40,1). „Þú ættir að heyra í liðsfélögum mínum og þær myndu aldrei segja neitt neikvætt um mig. Ég fór í þetta verkefni af tveimur ástæðum. Til að koma klúbbnum aftur á kortið og hjálpa yngri leikmönnum liðsins að verða betri. Þess vegna tók ég að mér einnig þjálfun unglingaflokks. Þú getur spurt allar stelpurnar og þær munu segja þér að þær elska mig jafnmikið og ég elska þær.“ Hún segir að aðrir leikmenn Njarðvíkur hafi barist fyrir hennar hönd í málinu. „Og þær eru ekki ánægðar með þessa niðurstöðu. Ég vil bara þakka stjórn Njarðvík fyrir tækifærið. Ég ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í sínu viðtali og tala illa um hann. Hann og ég vitum sannleikann í þessu máli og allir sem voru á þessum fundi.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Sjá meira