Carmen tjáir sig um brottreksturinn: „Ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2017 12:15 Tyson-Thomas skoraði að meðaltali 36,7 stig í leik með Njarðvík í vetur. vísir/anton Carmen Tyson-Thomas var sagt upp störfum hjá körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í vikunni og var ástæðan samskiptaörðuleikar eftir því sem körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gaf frá sér í yfirlýsingu í gær. Carmen virðist ekki vera sátt við málalokin ef marka má orð hennar í viðtali við Karfan.is.„Agnar hafði aðeins eitt skipulag og það var þegar hann sagði stelpunum að láta mig fá boltann. Í mörgum leikjum getur þú heyrt í mér öskra á mínar stelpur um að taka sín skot því ég veit að þær geta hitt úr þessum skotum. Ég dró vagninn og þjálfarinn var með í því,“ segir Carmen. „Þvert á móti finnst mér þjálfarinn ekki hafa tekið starfi sínu nægilega alvarlega á mörgum stundum og þess vegna töpuðum við ákveðnum leikjum í vetur,“ sagði Carmen og svarar Agnari fullum hálsi. Tyson-Thomas hefur verið langbesti leikmaður Njarðvíkur í vetur og líklega besti leikmaður Domino's deildar kvenna. Tyson-Thomas er langstigahæst í deildinni, með 36,7 stig að meðaltali í leik. Hún er með næstflest fráköst (16,5) og hæst í framlagi (40,1). „Þú ættir að heyra í liðsfélögum mínum og þær myndu aldrei segja neitt neikvætt um mig. Ég fór í þetta verkefni af tveimur ástæðum. Til að koma klúbbnum aftur á kortið og hjálpa yngri leikmönnum liðsins að verða betri. Þess vegna tók ég að mér einnig þjálfun unglingaflokks. Þú getur spurt allar stelpurnar og þær munu segja þér að þær elska mig jafnmikið og ég elska þær.“ Hún segir að aðrir leikmenn Njarðvíkur hafi barist fyrir hennar hönd í málinu. „Og þær eru ekki ánægðar með þessa niðurstöðu. Ég vil bara þakka stjórn Njarðvík fyrir tækifærið. Ég ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í sínu viðtali og tala illa um hann. Hann og ég vitum sannleikann í þessu máli og allir sem voru á þessum fundi.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira
Carmen Tyson-Thomas var sagt upp störfum hjá körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur í vikunni og var ástæðan samskiptaörðuleikar eftir því sem körfuknattleiksdeild Njarðvíkur gaf frá sér í yfirlýsingu í gær. Carmen virðist ekki vera sátt við málalokin ef marka má orð hennar í viðtali við Karfan.is.„Agnar hafði aðeins eitt skipulag og það var þegar hann sagði stelpunum að láta mig fá boltann. Í mörgum leikjum getur þú heyrt í mér öskra á mínar stelpur um að taka sín skot því ég veit að þær geta hitt úr þessum skotum. Ég dró vagninn og þjálfarinn var með í því,“ segir Carmen. „Þvert á móti finnst mér þjálfarinn ekki hafa tekið starfi sínu nægilega alvarlega á mörgum stundum og þess vegna töpuðum við ákveðnum leikjum í vetur,“ sagði Carmen og svarar Agnari fullum hálsi. Tyson-Thomas hefur verið langbesti leikmaður Njarðvíkur í vetur og líklega besti leikmaður Domino's deildar kvenna. Tyson-Thomas er langstigahæst í deildinni, með 36,7 stig að meðaltali í leik. Hún er með næstflest fráköst (16,5) og hæst í framlagi (40,1). „Þú ættir að heyra í liðsfélögum mínum og þær myndu aldrei segja neitt neikvætt um mig. Ég fór í þetta verkefni af tveimur ástæðum. Til að koma klúbbnum aftur á kortið og hjálpa yngri leikmönnum liðsins að verða betri. Þess vegna tók ég að mér einnig þjálfun unglingaflokks. Þú getur spurt allar stelpurnar og þær munu segja þér að þær elska mig jafnmikið og ég elska þær.“ Hún segir að aðrir leikmenn Njarðvíkur hafi barist fyrir hennar hönd í málinu. „Og þær eru ekki ánægðar með þessa niðurstöðu. Ég vil bara þakka stjórn Njarðvík fyrir tækifærið. Ég ætla ekki niður í þann drullupoll sem Agnar fór í sínu viðtali og tala illa um hann. Hann og ég vitum sannleikann í þessu máli og allir sem voru á þessum fundi.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Fleiri fréttir Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Sjá meira